Íslandslánin afnumin

Sérfræðingahópurinn kynnti niðurstöðurnar í dag.
Sérfræðingahópurinn kynnti niðurstöðurnar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Verðtryggð jafngreiðlsulána til lengri tíma en 25 ár, svokölluð Íslandslán, verða afnumin 1. janúar 2015. Á sama tíma verður lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána lengdur í allt að tíu ár, takmarkanir gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána og hvatar auknir til töku og veitingar óverðtryggðra lána.

Þetta kemur fram í samantekt skýrslu sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum, en skýrslan var kynnt í dag.

Þar segir að mikilvægt sé að draga úr vægi verðtryggða jafngreiðslulána. Slíkt muni styðja við fjármálastöðugleika til langs tíma, efla virkni stýrivaxta Seðlabanka Íslands og byggja undir jafnvægi í hagkerfinu.

„Greiðsluferill 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána veldur hættu á yfirveðsetningu á fyrri hluta lánstímans og eykur heildarvaxtakostnað yfir lánstímann þar sem verðbótum er velt yfir á höfuðstólinn. Þessi ókostur lánanna ágerist eftir því sem lánstíminn er lengri,“ segir í skýrslunni.

Helstu áhrif afnáms langra verðtryggðra jafngreiðslulána á neytendur, að því er segir í skýrslunni, eru hækkuð greiðslubyrði og erfiðara aðgengi að lánsfé fyrir tekjulága hópa. Því þurfti að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur með aðgerðum eins og betur skilgreindum vaxtabótum, skattaafslætti og úttekt séreignarlífeyrissparnaðar.

Hámarkslánstími styttur í 25 ár

„Ekki hvort, heldur hvernig“

Mestu breytingarnar frá setningu Ólafslaga

Bann hefði neikvæð áhrif

Fasteignaverð gæti lækkað um 20%

Íslandlánin verða afnumin 1. janúar 2015.
Íslandlánin verða afnumin 1. janúar 2015. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is