„Lögin eru misnotuð árásartæki“

Geðdeild Landspítalans við Hringbraut.
Geðdeild Landspítalans við Hringbraut. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég var andlega og líkamlega heilbrigður til 39 ára aldurs eða fram að því að sonur minn var myrtur í Hollandi af bestu vinum sínum,“ sagði Björn Hjálmarsson, læknir, í erindi sínu á málþingi Geðhjálpar sem fór fram í dag. Þar greindi hann frá reynslu sinni af andlegum veikindum og reynslu af nauðungarvistun á geðdeild.

Björn bjó ásamt fjölskyldu sinni í Hollandi þegar áfallið dundi yfir, sonur hans fannst látinn við árbakka í Rotterdam. „Hann hafði banvæna höfuðáverka sem samrýmdust ekki fundarstað, það eru sannanir fyrir því að líkið var flutt úr stað eftir andlátið, dánarorsökum hvísluðu þrír vinveittir samstarfsfélagar í eyra mér, þetta voru áverkar eins og þeir fá sem eru svo óheppnir að lenda í umferðarslysum og höfuðið slæst í burðarbita í bílnum,“ sagði Björn í erindi sínu. Hann segir að dánarorsök sonarins hafi aldrei komið fram og saksóknari í Hollandi neiti að rannsaka málið sem sakamál þar sem dánarorsök sé opinberlega ekki þekkt.

Nauðungarvistaður í tvígang

Björn sagðist í erindi sínu hafa komið að lokuðum dyrum hjá stjórnvöldum á Íslandi. Í skjölum hafi meðal annars komið fram að sonur hans hafi drukknað, en telur hann það skjalafals. Í nóvember 2002 sagði Björn sögu sína í fjölmiðlum, þar á meðal í beinni útsendingu í Íslandi í dag.

Í kjölfarið var Björn nauðungarvistaður á geðdeild í fyrsta skipti. „Ég var nauðungarvistaður á geðdeild örfáum dögum eftir beina útsendingu, en valinkunnir menn sjá hvergi geðrofið í útsendingunni eins og haldið var fram. Fyrst var ég nauðungarvistaður í 13 daga, síðan í 28 daga. Til að bæta úr skák var ég beitt sex mánaða langri háskammta geðlyfameðferð með miklum aukaverkum,“ segir Björn.

Hann tók fram að samstarfsfélagar sínir hefðu síðar viðurkennt að hafa orðið á læknamistök með að leggja við trúnaði á ósannan orðróm. „Ég hef komist að því að sterk rök hníga að því að valdheimild lögræðislaga hafi verið beitt gegn syrgjandi föður í leit að réttlæti.“

Hryllingur að flytja ábyrgðina til aðstandenda

Björn sagði að Landlæknisembættið hefði ítrekað áminnt hann að halda læknaeiðinn og halda trúnað. Hann gagnrýndi það að hafa tvisvar verið sóttur af lögreglu á heimili sitt án þess að fyrir lægi dómsúrskurður og engin geðskoðun hefði farið fram.

„Ekki hafði verið sýnt fram á að ég væri hættulegur sjálfum mér eða öðrum. Þá var ekki tryggt að synir mínir fengju vernd og réttar upplýsingar. Fyrir okkur geðsjúka ættu lögræðislögin að vera skjól. Þau eru það ekki, þau eru árásartæki, misnotað árásartæki,“ sagði Björn. „Það er hryllingur að flytja ábyrgð á nauðungarvistunum til aðstandenda.“

Frétt mbl.is: Mannvirðing sé höfð að leiðarljósi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »

Tæplega 440 útskrifast í dag

10:42 Tæplega 440 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskrást frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Meira »

Ekkert tjón hjá N1

10:29 Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt fyrir að vatn flæddi um götuna. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Meira »

Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

10:23 Fimm manna úrslitakeppni í keppninni Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag. Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Meira »

Björgunarsveitarmenn festu skiltið

09:45 Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið. Meira »

Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

09:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbænum. Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

09:42 Helstu vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en þó er krapi á Hellisheiði sem verið er að hreinsa. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fróðárheiði er lokuð vegna ófærðar, sem og Þingskálavegur (nr. 268) sem er ófær vegna vatnsskemmda. Meira »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4 weeks...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...