Sýni Færeyingum meiri stuðning

Mér finnst við Íslendingar alltof aumir í þessum samskiptum og stjórnvöld eiga að bregðast mun harðar við til stuðnings Færeyingum í stríði þeirra við ESB. Þetta er líka okkar stríð.“

Þetta segir Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, á heimasíðu sinni í dag og vísar þar til viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn Færeyingum vegna síldveiða þeirra sem settar voru á síðastliðið sumar sem og beitingu sambandsins á neitunarvaldi á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í gær til þess að koma í veg fyrir að kæra færeyskra stjórnvalda vegna málsins yrði tekin fyrir þar.

„Þetta snýst um hagsmuni og sjálfstæðan rétt smáríkja til veiða í lögsögu sinni, strandríkja á Norðurslóð til að nýta auðlindar sínar og semja um þær samkvæmt alþjóðalögum. ESB telur sig  geta deilt og drottnað í krafti stærðarmunar og komið í veg fyrir að smáþjóðir geti leitað réttar síns hjá alþjóðastofnunum sem báðir eru aðilar að,“ segir Jón ennfremur.

mbl.is