Keflavíkurflugvöllur sá 10. stærsti á Norðurlöndunum

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Alls fóru 2.751.743 farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2013 og er það 15,6% aukning frá árinu 2012. Það þýðir að völlurinn er sá tíundi stærsti á Norðurlöndunum í farþegum talið samkvæmt lista sem CheckIn.dk hefur tekið saman. Keflavíkurflugvöllur er sá eini á listanum sem er ekki með innanlandsflug. 

Kaupmannahafnarflugvöllur er sá stærsti með rúmlega 24 milljónir farþega og Oslóarflugvöllur fylgir fast á hæla hans í 2. sæti með næstum 23 milljónir farþega. Athygli vekur að af 20 stærstu flugvöllunum eru tíu þeirra í Noregi. Að sögn Túristi.is fara um 400-500 þúsund farþegar um Reykjavíkurflugvöll á ári hverju og myndi tilfærsla á innanlandsflugi til Keflavíkur færa flugvöllinn upp um eitt sæti, eða í það níunda. 

Sjá frétt Túristi.is


mbl.is