Mörður spyr um hvalamjöl

Mörður Árnason
Mörður Árnason Eggert Jóhannesson

Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvalamjöl. Kemur hún til vegna þeirrar ákvörðunar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að heimila sölu og dreifingu á Hvalabjór, en áður hafði heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannað framleiðsluna.

Meðal þess sem Mörður spyr ráðherra um er hvort starfsleyfi Hvals hf. nái til framleiðslu hvalamjöls til nota í matvæli og til framleiðslu kryddvöru.

Þá spyr Mörður hvers vegna talið sé að lagagrundvöllur sé „óviss“ við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, hvaða umsagnir bárust ráðuneytinu um málið frá undirstofnunum þess eða öðrum áður en ráðherra ákvað að fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar og að lokum hvort ráðherra hafi beðið Heilbrigðiseftirlit Vesturlands eða heilbrigðisnefnd Vesturlands að afturkalla ákvörðunina um hvalamjölið áður en ráðherra ákvað að fresta réttaráhrifum hennar.

Fréttir mbl.is um Hvalabjórinn:

Frétt mbl.is: Langþráður hvalabjór

Frétt mbl.is: Heimilar sölu á hvalabjór

Frétt mbl.is: „Ég helli bjórnum ekki“

Frétt mbl.is: Ætlar áfram að koma hvalabjór á markað

Frétt mbl.is: Hvalabjór settur á markað fyrir þorrann

Frétt mbl.is: Hvalabjór vekur athygli

Frétt mbl.is: Hvalabjór reitir útlendinga til reiði

Frétt mbl.is: Banna framleiðslu hvalabjórs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert