„Hef fengið nokkra uppreisn æru“

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Ragnar Axelsson

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, segir ágreiningi sínum og Háskóla Íslands lokið eftir samkomulag milli hans og Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Með samkomulaginu telji hann sig hafa fengið „nokkra uppreisn æru“.

Forsagan er sú að ráðning Jóns Baldvins sem stundakennara í Evrópufræðum við Háskóla Íslands var dregin til baka vegna mótmæla innan stjórnmálafræðideildar skólans. Voru mótmælin byggð á meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins. Hann hefur ítrekað neitað sök en beðið þá sem í hlut eiga afsökunar.

Jón Baldvin gagnrýndi ákvörðun háskólans harðlega í blaðagreinum og hafa lögmenn hans og rektors nú haft milligöngu um samkomulag sem felur meðal annars í sér að Háskóli Íslans greiðir honum 500 þúsund krónur fyrir áfallinn kostnað og töpuð laun, að fjárhæð 190 þúsund krónur.

Jón Baldvin álítur hluta greiðslunnar umfram áætlað fjárhagslegt tjón ígildi miskabóta en háskólinn fellst hins vegar ekki á bótaskyldu í málinu.

Málið úr sögunni

Mbl.is ræddi við Jón Baldvin símleiðis en hann dvelur nú í spænska bænum Salobrena.

- Hver eru þín viðbrögð við samkomulaginu?

„Ég er sáttur við þessi málalok.“

- Er málið þá úr sögunni af þinni hálfu?

„Já.“

Setti ekki fram kröfu í krónum og aurum

- Þarna er vikið að kostnaði. Rætt er um 500 þúsund krónur. Upp eru taldar miskabætur, greiðsla fyrir töpuð laun og áfallinn kostnað. Duga þessar 500 þúsund krónur fyrir þessum útgjöldum?

„Já, og gott betur.“

- Var krafa þín ef til vill hærri?

„Ég setti ekki fram kröfu í krónum og aurum. Ég setti fram þá kröfu í prinsippi að háskólinn viðurkenndi að hafa brotið á mér rétt og að ég ætti rétt á miskabótum. Háskólinn út af fyrir sig fellst ekki á það, ekki á bótaskyldu. En rök mín eru að með því að greiða umtalsvert umfram kennslulaun og áfallinn lögfræðikostnað að þá sé það de facto miskabætur.“

Hefur kennt við hátt í 20 háskóla

- Mundu sækjast eftir kennslu við Háskóla Íslands aftur?

„Nei. Satt að segja ekki. Ég er að byrja kennslu í Háskólanum í Tartu í Eistlandi eftir nokkrar vikur. Þar verð ég gestafræðimaður við rannsóknarstofnun sem fjallar um málefni Austur-Evrópu og Sovétríkjanna. Ég mun kenna þar.

Ég kenndi í fyrra við Háskólann í Vilnius í Litháen og ef ég fer rétt með held ég að ég hafi verið fyrirlesari og gestakennari við eitthvað um 15 háskóla í Bandaríkjunum og Evrópu. Svo að mér er nú engin nauðsyn að halda til streitu óskum um að kenna við Háskóla Íslands, enda bað ég ekki um það. Ég fékk starfstilboð sem ég þáði.“

 „Bara gamall pólitíkus“ 

- Nú eru fleiri háskólar á Íslandi. Hefurðu hug á því að kenna við hina háskólana?

„Ég hef verið þar sem gestafyrirlesari. Við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Ég er ekki að sækjast eftir því að hefja akademískan feril, enda bara gamall pólitíkus.“

- Þannig að það kemur til greina að kenna við hina háskólana á Íslandi, ef eftir kröftum þínum verður leitað?

„Já, ég hef alltaf verið bóngóður um það ef til mín er leitað um eitthvað sem menn telja að sé þess virði að hafa fyrir því.“

Hefur „nokkra uppreisn æru“ 

- Nú var þetta erfitt mál fyrir þig. Hvernig líður þér við þessi málalok?

„Mér finnst ég hafa fengið nokkra uppreisn æru.“

 - Er eitthvað sem þú vilt segja um framgöngu tiltekinna einstaklinga innan umræddrar deildar innan Háskóla Íslands?

„Nei. Sem fæst orð.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varað við ferðalögum vegna veðurs

Í gær, 22:46 Spáð er allhvassri eða hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi næsta sólarhringinn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

BRCA genin ekki einu skaðvaldarnir

Í gær, 20:43 Undanfara daga hefur mikil umræða verið um aðgang að erfðaupplýsingum og þá helst aðgang að upplýsingum um ákveðna meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni, sem eykur margfalt líkur á brjóstakrabbameini hjá þeim sem ber hana. Breytingin erfist frá einni kynslóð til annarrar. Meira »

Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum

Í gær, 20:25 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við fyrirtækin sem hyggjast reisa Hvalárvirkjun. Greint var frá beiðninni í kvöldfréttum Rúv. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir í samtali við mbl.is að samskiptin sem stofnunin óskar eftir að skoða varði afgreiðslu á breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps. Meira »

Þyrlan gat ekki sinnt útkallinu

Í gær, 19:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki sinnt útkalli vegna tveggja ferðamanna sem lentu í Þingvallavatni í gær vegna þess að vakthafandi þyrlusveit uppfyllti ekki kröfur um lágmarkshvíld og því ekki hægt að kalla þyrluna út. Meira »

„Þetta er algjört hrun“

Í gær, 19:39 Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »

Voru dýralæknir og tæknifræðingur

Í gær, 19:36 Ferðamennirnir sem létust eftir að þeir voru við veiðar í Þingvallavatni voru frá borginni La Crescent í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

Í gær, 18:59 Tvær bifreiðar lentu saman á Suðurlandsvegi við Steina um klukkan sex í dag. Sex voru í bifreiðunum sem lentu utan vegar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Meira »

Leit hætt við Ölfusá

Í gær, 18:21 Leit að karlmanni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags var hætt á sjötta tímanum í dag, samkvæmt upplýsingum frá svæðismiðstöð björgunarsveita. Meira »

Breytingar gerðar í kjölfar ólgu

Í gær, 16:12 Tekin var ákvörðun um breytingar á yfirstjórn Víkurskóla í kjölfar talsverðrar ólgu sem upp kom í sveitarfélaginu Mýrdalshreppi í vor. Í því fólks að gert var samkomulag við Þorkel Ingimarsson skólastjóra að hann léti af störfum við skólann. Meira »

Tveir reyndust sviptir ökuréttindum

Í gær, 15:42 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumönnum þriggja bifreiða í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða að hafa þau undir höndum. Meira »

Höfðu neitað bólusetningu

Í gær, 14:55 Alls greindust 19 einstaklingar með kíghósta í fyrra. Af þeim voru sex undir tveggja ára aldri en fimm þeirra voru undir þriggja mánaða aldri. Yngstu tvö börnin voru óbólusett. Forráðamenn eins árs gamals barns höfðu neitað barninu um bólusetningu, samkvæmt yfirliti frá sóttvarnalækni. Meira »

FIFA fjallar um ferð íslensku HM Lödunnar

Í gær, 14:39 Þeir Kristbjörn Hilmar Kjartansson og Grétar Jónsson ætla að keyra þúsundir kílómetra á HM í Rússlandi á 10 ára gamalli Lödu Sport bifreið sem er máluð í íslensku fánalitunum og FIFA ætlar að fjalla um verkefnið í heimildarmynd. Þeir félagar buðu Ásgeiri Páli útvarpsmanni á K100 á rúntinn. Meira »

Jafnlaunavottun rædd á BBC

Í gær, 13:59 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lögum um jafn­launa­vott­un sé ætlað að tryggja jöfn laun á Íslandi óháð kyni, kynferði eða uppruna. Í dag sé kynbundin launamunur 4,8% á Íslandi en rætt var við Katrínu um málið á BBC í dag. Meira »

Allir vilja tala við Heimi

Í gær, 13:30 „Allir þessir erlendu fréttamenn vilja tala við Heimi þjálfara og hann er fullbókaður fram yfir kveðjuleikinn við Gana 7. júní. Við höfum þurft að velja og hafna og það þarf að vera eitthvað sérstakt til að við reynum að koma fleirum að,“ segir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ. Meira »

Dúxinn sló met skólameistarans

Í gær, 13:22 „Ég bjóst ekki við þessu, þetta kom mér á óvart,“ segir Erla Ingileif Harðardóttir sem brautskráðist frá Framhaldsskólanum á Laugum með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á stúdentsprófi frá skólanum. Erla Ingileif dúxaði með einkunnina 9,51. Meira »

Úrskurðuð látin í gærkvöldi

Í gær, 12:54 Tilraunir til endurlífgunar karls og konu á fimmtugsaldri frá Bandaríkjunum, sem flutt voru frá Villingavatni á sjúkrahús í Reykjavík í gær, báru ekki árangur og voru þau úrskurðuð látin í gærkvöldi. Að ósk aðstandenda verða nöfn þeirra ekki birt. Meira »

94 ný tilvik lifrarbólgu C

Í gær, 12:45 Alls greindust 94 með lifrarbólgu C á Íslandi í fyrra. Einn Íslendingur lést á árinu af völdum lifrarfrumukrabbameins sem rekja mátti til viðvarandi sýkingar af völdum lifrarbólgu C. Meira »

Refsing lækkuð í líkamsárásarmáli

Í gær, 12:03 Landsréttur mildaði fyrir helgi refsingu yfir manni sem var sakfelldur fyrir líkamsárás. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Meira »

Sárasótt sker sig úr

Í gær, 11:25 Sárasóttin sker sig úr hvað varðar fjölgun greindra tilfella kynsjúkdóma á Íslandi á árinu 2017 sem er langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Á árinu 2017 greindust alls 39 einstaklingar með sárasótt. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...
Starfsmaður í þjónustu við atvinnutæki
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki ...
Atvinnuauglýsing
Önnur störf
Sérfræðingur í mannauðsmálum ?????? ?...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...