Meirihlutinn á Akranesi er fallinn

Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og óháðra og Vinstri grænna í bæjarstjórn Akraness er fallinn samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir miklu við sig frá kosningunum 2010, fer úr 25,2% í 34,1% í könnuninni. Samfylkingin tapar hins vegar miklu fylgi, fer úr 34,8% árið 2010 í 23,4%.

Framsóknarflokkurinn tapar líka fylgi, samkvæmt könnuninni, fer úr 23,8% fylgi í 16,8%. Jafnframt minnkar stuðningur við VG, þar fer fylgið úr 16,3% í 10,2% nú.

Núverandi meirihluti fengi fjóra fulltrúa í bæjarstjórn í stað þeirra sjö sem hann hefur núna, verði úrslit kosninganna 31. maí nk. í samræmi við könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert