Forsetahjónin fara til Sochi

Forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson
Forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þegið boð Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og Alþjóðaólympíunefndarinnar um að vera vidstödd upphaf Vetrarólympíuleikanna í Sochi.

Forsetahjónin munu sækja móttökuathöfn fyrir íslensku keppendurna, setningarhátíð leikanna og fylgjast með keppnisgreinum fyrstu dagana. Jafnframt mun forseti eiga fundi með nokkrum þjóðarleiðtogum sem einnig sækja leikana, segir í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert