Alhvít jörð á Akureyri allan janúar

Snjóhreinsun á Akureyri.
Snjóhreinsun á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Janúar var óvenjuhlýr, sérstaklega um landið austanvert þar sem hann var sums staðar sá næsthlýjasti frá upphafi mælinga. Nokkuð vindasamt var í mánuðinum, úrkoma mikil austanlands en um landið vestan- og norðvestanvert var tíð í þurrara lagi.

Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, það er 2,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 1,4 stigum yfir meðallagi síðustu 10 ára (2004 til 2013). Ívið hlýrra var í janúar í fyrra og eru þessir mánuðir tveir í 11. og 12. sæti hlýrra janúarmánaða í Reykjavík.

Meðalhiti á Akureyri var 1,6 stig. Það er 3,8 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 en 1,8 stigum ofan meðallags síðustu 10 ára. Janúar í fyrra var ívið kaldari á Akureyri en nú.

Í Stykkishólmi var meðalhiti 1,0 stig, 2,4 stigum ofan meðallags 1961 til 1990. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 4,1 stig og -3,0 stig á Hveravöllum. Meðalhiti hefur aldrei orðið svo hár á Höfn – en mælingar þar hafa ekki verið samfelldar. Þetta er samt trúlega hlýjasti janúar í Hornafirði frá 1947 að telja. Hiti hefur verið mældur samfellt frá 1873 við Berufjörð, lengst af á Teigarhorni, og hefur janúar aðeins einu sinni orðið þar hlýrri en nú. Það var 1947.

Aldrei frost á Vattarnesi

Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Kvískerjum í Öræfum, 3,3 stig. Lægstur var meðalhitinn á Þverfjalli -4,0 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Svartárkoti -1,5 stig.

Hæsti hiti mánaðarins mældist í Skaftafelli þann 24. Á mannaðri stöð mældist hann hæstur 8,4 stig á Sauðanesvita þann 31. Lægsti hiti á landinu mældist þann 12., -19,0 stig á Brúarjökli.  Í byggð mældist lægsti hitinn -16,4 stig á Kálfhóli á Skeiðum þann 11. Á mannaðri stöð mældist hitinn lægstur í Stafholtsey, -11,2 stig þann 12.

Það bar til að frostlaust var allan mánuðinn á Vattarnesi, lægsta lágmark var 0,4 stig. Þetta hefur aldrei gerst áður hér á landi í janúar svo vitað sé. Í Seley fór hiti aldrei niður fyrir frostmark (lægsta lágmark 0,0) stig, segir í yfirliti Veðurstofu Íslands fyrir tíðarfar í janúarmánuði.

Lítil úrkoma í Reykjavík en mikil úrkoma á Akureyri

Úrkoma var undir meðallagi vestan- og norðvestanlands en yfir því í öðrum landshlutum og sums staðar mikið. Úrkoman mældist 64,2 mm í Reykjavík og er það um 15% minna en í meðalári. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 32,3 mm og er það tæpur helmingur meðalúrkomu. Úrkoma mældist síðast svo lítil í janúar 2007.

Á Akureyri mældist úrkoman 80,3 mm og er það nærri því 50 prósent umfram meðallag. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 369,7 mm. Það er það mesta sem mælst hefur á þeim slóðum síðan 2002, en þá var athugað í Akurnesi.

Á allmörgum stöðvum austanlands mældist úrkoma meiri í janúar en áður á allmörgum stöðvum, m.a. yfir 600 mm á Hánefsstöðum í Seyðisfirði og yfir 500 mm á Gilsá í Breiðdal. Að sama skapi var sérlega þurrt víða norðvestanlands og trúlega minni úrkoma en áður hefur mælst í janúar á fáeinum stöðvum. Endanlegar fréttir af því verða þó að bíða þess að mæliskýrslur skili sér.

Sól á Akureyri í tvær klukkustundir í janúar

Sólskin í Reykjavík mældist í 19,3 stundir, átta stundum færri en í meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar aðeins tvær, fimm færri en í meðalári.

Alhvítt var fjóra daga í Reykjavík og er það 11 dögum færra en að meðaltali 1971 til 2000. Þetta er svipað og verið hefur fáein undanfarin ár að slepptum janúar 2012. Þá var mun meiri snjór en nú.

Á Akureyri var jörð alhvít allan mánuðinn, það er átta dögum umfram meðallag í janúar. Janúar hefur ekki verið alhvítur á Akureyri síðan 1999. Síðan byrjað var að athuga snjóhulu á Akureyri 1924 hefur janúar verið alhvítur 21 sinni.

Vindhraði á landinu var um 0,4 m/s yfir meðallagi. Hinn 13. var hvassasti dagur mánaðarins en 29. sá hægasti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gagnrýnir afskipti Ragnars Þórs harðlega

22:54 „Mér þykir þessi atburðarás vægast sagt mjög hryggileg, ef ég á að segja eins og er,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um þá ákvörðun fulltrúaráðs VR að skipta út fulltrúm sínum í stjórn sjóðsins. Meira »

Rispurnar sumar gerðar með áhöldum

22:15 Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir fyrstu athuganir á Helgafelli við Hafnarfjörð leiða í ljós að sumar rispurnar hljóti að hafa verið gerðar með áhöldum eða hnífum. Svo djúpar eru þær. Meira »

„Ef fólk biður um stríð fær það stríð“

22:08 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir eineltisásakanir á hendur henni „ekkert annað en pólitískar ofsóknir á pólitíska andstæðinga borgarstjóra.“ Hún ætlar ekki að svara símtölum eða pósti um málið. Meira »

Ólafur Reimar segir skilið við VR

21:42 Ólafur Reimar Gunnarsson, stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV), hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR og um leið frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt fyrir stéttarfélagið undanfarin ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ólafi. Meira »

Sumir kalla hann Ástarvitann

21:30 Eiginkonur sjómanna komu í vitann til að fara með bænir. Þær báðu fyrir því að þær myndu njóta hverrar stundar og hvers dags á meðan þær höfðu mennina sína á lífi. Enn kemur fólk til að biðja fyrir góðu. Meira »

Mánaðarbið eftir grænni tunnu

21:04 Sífellt fleiri kjósa að flokka sorp, einkum plastumbúðir, frá almennum úrgangi og setja í þartilgerða tunnu. Vegna mikillar eftirspurnar eftir grænni tunnu undir plast eru þær einfaldlega búnar í bili hjá Reykjavíkurborg. Biðtími eftir slíkri tunnu er um mánuður, samkvæmt upplýsingum frá borginni. Meira »

„Skiptir fyrirtækið miklu máli“

21:00 Fyrirtækið Sjótækni ehf. á Tálknafirði hefur staðist öryggisvottun samkvæmt alþjóðlegum staðli ISO-45001 og endurnýjun á umhverfisstaðlinum ISO-14001, eftir að norska vottunarstofan DNV-GL tók út starfsemi þess. Meira »

Samþykktu að afturkalla umboðið

20:37 Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í kvöld að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og tilnefna nýja í þeirra stað. Meira »

Gera ráð fyrir frábærri hátíð

20:30 Undirbúningur fyrir Secret Solstice-hátíðina hefur gengið vonum framar að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að koma til móts við kvartanir íbúa og mikil ánægja er með þá tónlistarmenn sem hlaupa í skarðið fyrir þá sem hafa forfallast. Meira »

Ævintýri á gönguför

20:25 Sagt hefur verið að Kristján Sveinsson stýrimaður sé eini maðurinn sem hafi gengið frá Vestmannaeyjum að Landeyjasandi. „Það man þetta ekki nokkur maður því þeir eru allir farnir sem voru með mér en strákarnir sögðu þetta og sagan er góð,“ segir Kristján dulur. Meira »

Þingi formlega frestað

20:06 Þingi var frestað þegar breytt fjármálaáætlun og -stefna höfðu verið samþykktar með meirihluta atkvæða þingmanna. Helga Bernódussyni fráfarandi skrifstofustjóra Alþingis voru þökkuð störfin. Meira »

Heimahjúkrun að óbreyttu lögð niður

19:30 Eftir að Sjúkratryggingar Íslands sögðu upp samningi við Heimahjúkrun barna stefnir í að starfsemin verði lögð af. Að sögn hjúkrunarfræðings eru foreldrar langveikra barna uggandi yfir stöðunni. Meira »

Coats fundaði með Guðlaugi Þór

19:28 Daniel Coats, yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið og átti stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi. Meira »

Götum lokað vegna Miðnæturhlaups

19:03 Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í kvöld, en þetta í 27. skipti sem hlaupið er haldið. Á þriðja þúsund hlauparar eru skráðir og þar af eru erlendir hlauparar yfir eitt þúsund talsins. Truflanir verða á umferð í Laugardal vegna hlaupsins, sem ræst verður kl. 21 í kvöld. Meira »

Þröngt en þægilegt í gámum mjaldranna

18:36 „Þetta var ótrúlega mikil upplifun að sjá þetta,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem horfði á mjaldurinn Litlu-Grá synda af stað í lauginni sinni í Vestmannaeyjum í gær. Meira »

Fengu 50 kjamma á Alþingi

18:25 „Þetta er í kringum 2010 sem menn fóru að taka sér saman um sviðaveislu um þau tímamót þegar fór að koma að lokum þings. Þetta hefur haldist, með einhverjum undantekningum, óslitið síðan,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um sviðaveislu þingmanna. Meira »

Fær 9,9 milljónir í skaðabætur

17:11 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Deloitte og Vátryggingafélag Íslands til þess að greiða útgerðar- og athafnamanninum Magnúsi Kristinssyni tæpar 9,9 milljónir króna í skaðabætur, vegna mistaka sem Deloitte gerði við vinnslu skattframtala Magnúsar fyrir tekjuárin 2007 og 2009. Meira »

Katrín fékk fyrstu íbúð íbúðafélagsins

17:09 Mörkuð voru tímamót í dag þegar Bjarg leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni sem fer á leigu. Greiðslubyrðin á ekki að verða meiri en 25% af heildartekjum. Meira »

Enn stefnt að skuldalækkun

16:56 Skuldir ríkissjóðs munu áfram lækka, en þó hægar en upphaflega var gert ráð fyrir, samkvæmt breyttri fjármálaáætlun sem lögð var fram á alþingi í dag. Í stað þess að hlutfallið fari niður í 20,9% árið 2022 er nú gert ráð fyrir að það verði 22,4% enda verði afgangur að rekstri ríkissjóðs minni en áður var lagt upp með. Meira »
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
fágætar bækur til sölu
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...