Borgin leyfir tannburstagjafir

Grunnskólaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur endurskoðað ákvörðun sína um gjafir tannlækna til …
Grunnskólaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur endurskoðað ákvörðun sína um gjafir tannlækna til nemenda í 10. bekkjum grunnskóla borgarinnar. Ásdís Ásgeirsdóttir

Grunnskólaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að leyfa tannlæknum og tannlæknanemum að gefa 10. bekkingum í skólum borgarinnar tannbursta, tannþráð og aðrar tannverndarvörur á tannverndarviku sem nú stendur yfir, en áður hafði verið lagt bann við því vegna þess að slík dreifing bryti gegn barnalögum. 

Í frétt mbl.is frá því fyrr í dag segir m.a. að Tannlæknafélagi Íslands hafi verið gerð grein fyrir því af grunnskólaskrifstofu að samkvæmt barnalögum væri bannað að beina auglýsingum beint að börnum. Reykjavíkurborg hefði lagt á það áherslu við skóla að slíkt væri ekki gert í formi gjafa eða annarrar aðkomu fyrirtækja að skólum.

Samkvæmt upplýsingum frá grunnskólaskrifstofu var síðan ákveðið, að endurskoðuðu máli, að leyfa gjafirnar á þeim forsendum að um væri að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna. 

„Við erum í samstarfi við heilsugæslu borgarinnar og viljum vinna með þeim sem stuðla að bættri heilsu barna,“ segir í svari frá grunnskólaskrifstofu.

Frétt mbl.is: Mega ekki gefa tannbursta í skólum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert