Orðbragð aftur á skjáinn næsta vetur

Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir sjá um þáttinn Orðbragð.
Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir sjá um þáttinn Orðbragð. Þórður Arnar Þórðarson

„Ef ekki hefði verið fyrir norskar og sænskar fyrirmyndir að þáttunum, þá hefðum við aldrei getað gert skemmtiþátt um íslensku,“ segir Bragi Valdimar Skúlason. Bragi og Brynja Þorgeirsdóttir héldu fyrirlestur í dag, þar sem fjallað var um þær góðu viðtökur sem þau fengu við þáttunum. 

„Ég vissi þegar ég sá norsku þættina að þetta myndi virka á Íslandi ef þetta væri nógu vel gert,“ segir Brynja. Orðbragð má enn sjá á vef Ríkisútvarpsins.

„Okkur langaði virkilega að ná í unglingana, því þau horfa mjög lítið á sjónvarp, og finnst það yfirleitt mjög leiðinlegt, sérstaklega að þurfa að bera sig eftir einhverri dagskrá. En þau neyta mjög mikils myndefnis og er mjög myndlæs,“ segir Brynja.

Ný þáttaröð í nóvember

Þau eru þegar byrjuð að vinna að næstu seríu. Kostnaðurinn við þættina er hins vegar mikill, næstum tvöfaldur á við þætti á borð við til dæmis Djöflaeyjuna. „Svo á að gera bók upp úr þessu líka, sem við erum að reyna að berja saman,“ segir Bragi. Bókin kemur út í haust, en næsta þáttaröð Orðbragðs verður unnin í sumar. Þau gera ráð fyrir að fyrsti þátturinn komi út fyrsta sunnudaginn í nóvember, án þess þó að geta fullyrt það. Hún verður jafnlöng og sú fyrsta, sex þættir.

„Það er af nógu að taka, þetta er stór akur af efni og margt sem lenti út af borðinu,“ bæta þau við, en eru hóflega bjartsýn á að þáttaraðirnar verði fleiri en tvær. „Þetta er mjög tímafrekt og tekur lungann úr hálfu ári. Svona þættir hafa oft sinn líftíma, en svo missir fólk bara áhugann. En það er alveg opið.“

Þau voru með á teikniborðinu umfjöllun um bæði íslensku í eyrum útlendinga, dægurlegatexta og fleira sem ekki komst að þar sem þættirnir fylltust strax af efni.

Forgangsatriði að ná unglingunum

„Þessi hópur, unglingarnir, er mjög myndlæs og okkur fannst forgangsatriði að ná þeim. Ef við næðum þeim, þá næðum við restinni. Þess vegna lögðum við áherslu á að fá framleiðanda sem væri jafnmyndlæs og þessi hópur. Það er Konráð Pálmason, þriðji maðurinn í teyminu. Það er erfitt að herma eftir þeim stíl sem unga fólkið er vant. Við erum eldri erum sjáum ekki þessa ýktu liti eða sérstöku klippingu, en þau sjá þetta strax. Konráð gerir það líka,“ segir Brynja.

Hún bendir á lagnakjallarann þar sem Bragi lógaði ofnotuðum orðum, en Konráð „heimtað“ að nota þá staðsetningu, sem svínvirkaði. „Svo var Rúv líka að fá nýja myndavél,“ bætir Bragi við og hlær. „Samt í alvöru, það skipti miklu máli.“

Brynja talar um að gamalt sjónvarpsefni sé í allt öðrum takti, og virki næstum eins og í „slow-motion“ samanborið við nútímasjónvarpsefni. „En það má ekki vera of hratt. Myndavélin er til að mynda nánast alltaf kyrr, þó svo að klippingin sé mjög hröð.“

Taka sér stöðu með áhorfandanum

Hún segir að það hafi verið algjört lykilatriði að „taka sér stöðu með áhorfandanum, en ekki prédika yfir honum.“ Þau tókust á við það eins og ferðalag, frekar en að segja áhorfandanum bara hvernig hlutirnir eru. Þau skipta yfir á klippu úr þættinum þar sem kennari les hrútleiðinlegan texta úr stafsetningarbók, og lítur greinilega niður á nemendur sína.

„Við erum í liði með krökkunum,“ segir Brynja. Hún tekur annað dæmi af sérfræðingatungumáli. Hún segir sérfræðinginn frekar vera vandann frekar en sá sem þarf að skilja það.

„Þessu fólki er svolítil vorkunn, að geta ekki talað skýrt. Með þessu viljum við taka okkur stöðu með áhorfandanum. Svo töluðum við við þekktan málsóða, Andra Frey Viðarsson og komumst að þeirri niðurstöðu að það ætti ekki að flengja fólk fyrir að tala vitlaust. Tungumálið er lifandi og hver og einn á bara tala eins og hann vill. Það er kannski ekkert sem er rétt eða rangt, heldur kannski bara fallegt eða ljótt,“ segir Brynja. „Og Andri talar mjög ljótt,“ bætir Bragi við og glottir.

„Það er ekki hægt að þvinga þetta ofan í grunnskólabörn...og þó. Námsgagnastofnun keypti sýningarréttinn á þáttunum til 10 ára,“ bættu þau við.

Mættu miklum efasendum

Þau segjast hafa mætt miklum efasemdum um ágæti skemmtiþáttar um íslenskt mál, en íslenskuþættir hafa hingað til verið frekar „flösukenndir“ og leiðinlegir.

„Við eigum það sameiginlegt að okkur finnst íslenska mjög skemmtilegt. Við lentum í því að þurfa að tjá okkur á íslensku og þurfum að vinna með það, vekja áhuga fólks á þessu og nota tungumálið. Þetta er stórkostlega skemmtilegt tungumál,“ segir Bragi.

Brynja segir formið hafa verið þannig að það hafi t.d. verið viðtalsbútur í eina mínútu, tvær mínútur í mesta lagi. „Síðan var „sketch“ þar sem við undirstrikuðum það sem kom fram í viðtalinu.“

„Rólex“

Brynju kom mjög á óvart hvað innslagið með Boga Ágústssyni hafi farið nánast samstundis á netið og vakið mikla athygli. „Við reyndum að stýra því hvað fór inn á netið, en netið er bara þannig þjóðbraut að það fer allt þangað inn sem vill.“ Það tók þetta til dæmis hálftíma að fara inn á netið:

„Kannski fannst fólki bara svona fyndið hvernig Bogi segir „lol“,“ segir Bragi. Þau segjast hafa þurft að reyna að snúa á þá fullyrðingu að þættir um íslensku væru leiðinlegir. Þau ákváðu til að mynda að senda þáttinn inn til tilnefningar til Eddu í flokki skemmtiþátta. „Það er svolítið lýsandi fyrir uppleggið hjá okkur, við ætluðum að gera skemmtiþátt, þó svo að fræðsluefnið fylgi kannski með,“ segir Bragi.

Þættina segir Brynja líka hafa það sem hún kallar falinn nördisma og bendir á að skógarþröstur syngur yfir í lok atriðis um Jónas Hallgrímsson, og fyrstu nóturnar úr „Ég bið að heilsa“ voru leiknar.

Mikil og dýr eftirvinnsla

Þau segja að mikil vinna hafi farið í myndvinnsluna og grafík. „Það var grafíkmaður frá Argentínu sem gerði þetta fyrir okkur. Hann skildi í raun ekki mikið í íslensku,“ segir Bragi, en það er óhætt að fullyrða að honum tókst vel upp. Þau segja þó að eftirvinnsla hafi öll verið kostnaðarsöm, en hún hafi verið nauðsynleg til að ná til yngri áhorfenda.

„Við vissum alveg að þetta væri skemmtilegt. Þetta fékk fín viðbrögð frá samstarfsfólki okkar. En viðbrögð við sýningunum fóru fram úr okkar björtustu vonum. Áhorfstölurnar voru mjög háar. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum sá að minnsta kosti einn þátt, og meðaláhorfið var 35 til 45%. Þetta er ekki hefðbundin Rúv-aldursdreifing, þar sem hún er mest meðal þeirra elstu. Þetta var með meira áhorf meðal fólks á aldrinum 15 til 25 ára,“ segir Brynja. Meira að segja fimm ára krakkar horfðu á þetta.

„Þetta er ofnotað orð, og ég ætla að lóga því“

„Ég þekki meira að segja dæmi um einn fimm ára sem leikur sér að því að skrifa orð á blað, heldur því uppi og segir: „þetta er ofnotað orð, og ég ætla að lóga því“ og krumpar það heiftarlega saman,“ segir Brynja.

Bragi segi íslenskuna ekki hafa átt upp á pallborðið í sjónvarpi. „Síðast var gerður þáttur 1982 eða 1983, og hann fjallaði um framburð,“ bætir Brynja við.

„Það er verið að vinna kennsluefni upp úr þessu,“ segir Bragi. „Okkur er að vísu ekki treyst fyrir því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botlanga, við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm. og ...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...