Fangarnir beðnir að snúa aftur

Bærinn sem Orri dvaldi lengst í á vegum RKÍ.
Bærinn sem Orri dvaldi lengst í á vegum RKÍ.

Rauði krossinn á Íslandi hélt í dag fund þar sem þrír hjálparstarfsmenn sögðu frá reynslu sinni af hjálparstörfum á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Yolanda gekk yfir eyjarnar og skildi eftir sig slóð eyðileggingar.

Orri Gunnarsson, skipulagsfræðingur, var í hópi fyrstu alþjóðlegu hjálparstarfsmanna sem sendir voru á vettvang. Hann var fulltrúi Rauða krossins á Íslandi í neyðarsveit sem setti upp tjaldsjúkrahús í Basey á eyjunni Samar. Þar gekk fellibylurinn fyrst á land og eyðileggingin var gríðarleg. Þetta var fyrsta verkefni Orra með Rauða krossinum.

Sjúkrahúsið frá Norðmönnum

Orri segir að norski Rauði krossinn hafi lagt til öll sjúkrahúsgögnin, tæki, lyf, tjöld og verkfæri frá Noregi. Hann segir norðmenn eiga tjaldsjúkrahús á lager og þegar hafi verið búið að senda það fyrsta. „Þeir eru svo vel útbúnir að þeir eiga meira en tvennt af flestu. Þeir gátu því sent annað sjúkrahús með litlum fyrirvara, þetta sem ég vann við,“ bætir Orri við.

Hann segir ferðalagið hafa verið gríðarlega langt. „Það var mjög erfitt að komast að hamfarasvæðunum.“ Eftir flugið til Filippseyja tók við langt og erfitt ferðalag um misónýta vegi, með prömmum og svo framvegis, því vegakerfi og innviðir á eyjunum var meira og minna í rúst. 

„Tjónið var mest nálægt ströndinni,“ segir Orri. „Þar var eyðileggingin nánast algjör.“ Hann segir að manntjónið hafi í sjálfu sér ekki verið mjög mikið. „6.000 manns eru látnir og 2.000 er saknað. Á Filippseyjum búa um 100 milljónir, þannig að maður hefði einhvern veginn búist við meira manntjóni í svona þéttbýlu landi.“ 

Innviðir á hamafarasvæðinu voru að hans sögn að miklu leyti í rúst, sérstaklega byggingar og veitukerfi á borð við rafmagn, síma, vatn og skólp. Vegir voru í ágætu lagi en mikil umferð og brak olli töfum á vegum og flugvöllum. Stjórnsýslulegir innviðir á borð við her og lögreglu virkuðu þó að hans sögn vel.

Hann sagði að það hefði komið nokkuð á óvart að ekki ríkti óöld þrátt fyrir mikla eyðileggingu. Lögregla og her hafi haft góða stjórn á aðstæðunum.

„Það bar ekkert á uppreisnarhópum eða ræningjum, þrátt fyrir að við værum með mjög mikið af verðmætum græjum. Það vantaði ekki einn einasta hamar eða skrúfjárn þegar við fórum.“

Kom í stað sjúkrahúsa og heilsugæslu

Sjúkrahúsið sem þau settu upp kom í stað sjúkrahúsa og heilsugæslu á svæðinu. „Án okkar hefði þetta ekki verið til staðar.“ Hann benti þó á að tímabundna sjúkrahúsið sem hann setti upp hafi sennilega verið betra en sú aðstaða sem var til staðar í bænum áður en fellibylurinn gekk yfir eyjarnar.

Orri sagði að vatnsdreifing hafi þegar verið hafin þegar teymið sem Orri tilheyrði kom til staðar, þannig að hans hlutverk var frekar að tryggja að vatnið væri hreint. Hann hafði orð á því að þegar vatnsdreifing er komin í lag, þá sé hægt að komast hjá ótrúlega mörgum vandamálum.

Mestu skemmdirnar við ströndina voru vegna fljóðbylgju, ekki „tsunami“ heldur meira þannig að vatnið flæddi upp á land og fyllti allt af drullu. „Það voru bílar uppi í trjám og skip uppi á landi.“

Fangarnir beðnir að snúa aftur 

„Það fer eiginlega allt úr skorðum þegar svona hamfarir ganga yfir. Starfsfólk fangelsa fór til dæmis bara heim að sinna sínum og gekk út úr fangelsunum. Fangelsin voru því bara opnuð og föngunum sleppt, hliðin voru bara opnuð því annars hefðu þeir sennilega drukknað. Fangarnir voru svo vinsamlegast beðnir að skila sér til baka og gerðu það velflestir. Þar gátu þeir allavega gengið að næringu og húsaskjóli," segir Orri og hlær.

Hann segir samt sem áður að innviðir samfélagsins hafa komist í lag ótrúlega fljótt. „Smáverslun hófst aftur mjög fljótlega eftir hamfarirnar, kók og sígarettur skiluðu sér til dæmis ótrúlega fljótt í sölubásana.“

Hann telur starfsfólk Rauða krossins hafa unnið gott starf. Búið er að loka spítalanum sem hann starfaði á, sem var hugsaður til bráðabirgða, og búnaðurinn sem þar var notaður gefinn til spítala í Filippseyjum og filippseyska Rauða krossins.

Orri Gunnarsson á fundinum í dag.
Orri Gunnarsson á fundinum í dag. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Orri við eitt af fjöldamörgum tjöldum Rauða krossins
Orri við eitt af fjöldamörgum tjöldum Rauða krossins
Orri ásamt fleira starfsfólki Rauða krossins í Filippseyjum.
Orri ásamt fleira starfsfólki Rauða krossins í Filippseyjum.
mbl.is

Innlent »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

Í gær, 17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

Í gær, 17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Í gær, 17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Í gær, 17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Í gær, 16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

Í gær, 16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »

Nemendur þurft að taka frí að læknisráði

Í gær, 16:30 Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007. Meira »

Vann söngkeppnina með Wicked Games

Í gær, 16:20 Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólinu í Mosfellsbæ fór með sigur af hólmi í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag, en þar flutti hún lagið Wicked Games eftir Chris Isaak með glæsibrag. Meira »

Báturinn kominn til Ísafjarðar

Í gær, 16:08 „Þeir komu rétt fyrir þrjú til Ísafjarðar og það er verið að vinna í því þar og okkar formlegu aðkomu er þannig séð lokið,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um bát sem strandaði á Jökulfjörðum fyrr í dag. Meira »

Yfir 40 milljarðar til háskólanna

Í gær, 15:51 Framlög ríkisins til háskólastigsins mun hækka á næstu árum og mun fara yfir 40 milljarða króna árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun 2020 til 2024, a því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

Í gær, 15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

Í gær, 15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

Í gær, 14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

Í gær, 13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

Í gær, 13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Til sölu ljóðabréf frá Davíð Stefánssyni til vinar síns. 15 erindi ásamt áritaðr...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...