Geta sparað milljón á dag

Landeyjarhöfn.
Landeyjarhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að öllu skipti að leggja kapp á að lagfæra Landeyjahöfn, fá nýja ferju og tryggja þannig samgöngur um höfnina því það muni um milljón krónum á dag hvað það sé ódýrara að sigla milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar en milli Eyja og Þorlákshafnar.

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær að mótmæla „þeim gríðarlegu hækkunum sem orðið hafa á gjaldskrám á seinustu árum í því er lýtur að samgöngum við Vestmannaeyjar“, eins og stendur í samþykktinni.

„Bæjarráð krefst þess að íbúar Vestmannaeyja sitji við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að kostnaði við samgöngur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina