Lekamálið til lögreglu

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissaksóknari hefur sent kæru og gögn í svonefndu lekamáli til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef ríkissaksóknara.

„Með bréfi innanríkisráðuneytisins dagsettu 6. þ.m. bárust ríkissaksóknara umbeðnar upplýsingar og gögn vegna kæru um meðferð persónuupplýsinga. Með bréfi dagsettu í dag hefur ríkissaksóknari framsent kæruna, ásamt gögnum sem henni fylgdu og gögnum sem borist hafa frá innanríkisráðuneytinu, til viðeigandi meðferðar við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu.

Vill frekari athugun á lekamálinu

mbl.is