Vísindi vekja athygli nemanna

Fyrir tveimur árum var opnuð Vísindasmiðja Háskóla Íslands í Háskólabíói þar sem markmiðið er að  auka áhuga grunnskólabarna á náttúru- og raunvísindagreinum, auk þess að styðja við námið sem fer fram í skólanum. 

mbl.is leit við í smiðjunni og ræddi við nemendur í 9. bekk í Vatnsendaskóla og Ara Ólafsson  eðlisfræðing. Það var ekki annað að sjá en nemendunum þætti þessi tilbreyting skemmtileg. Sögðu þau meðal annars að þetta væri skemmtilegra en í skólanum, í smiðjunni fengu þau að prófa hitt og þetta en í skólanum snerist námið meira um bókalestur. 

Smiðjan er opin fyrir skólahópa þrisvar í viku og á tyllidögum gefst almenningi færi á að kynna sér þessa hlið vísindanna. 

Vísindasmiðja Háskóla Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert