Fá ábendingar vegna neyðarkalls

Frá leitinni sem stóð yfir í byrjun mánaðar.
Frá leitinni sem stóð yfir í byrjun mánaðar. mbl.is/Anton Örn Rúnarsson

Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is að lögreglunni hefðu borist ábendingar um hver kynni að hafa sent út neyðarkall sem hafði í för með sér mjög umfangsmikla leit á Faxaflóa. Hann segir að unnið verði úr þeim ábendingum sem hafi borist.

Eftir að leit hafði engan árangur borið og útlit fyrir að sjófarenda væri ekki saknað kviknaði grunur um að um gabb hefði verið að ræða. Lögreglan ákvað í dag að varpa neyðarkallinu á vefinn, en slík hefur ekki verið gert áður.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert