Íslenskt hvalkjöt veldur usla í Kanada

Hvalskurður
Hvalskurður mbl.is/Gúna

Íslendingar og Japanir nota hafnir í Kanada sem umskipunarhafnir fyrir hvalkjöt, segir í frétt Vancouver Sun. Þar kemur fram að kjöt af langreyðum hafi komið til hafnar í Halifax nýverið en Kanadamenn hafi skrifað undir alþjóðlegt samkomulag um að vernda stofninn.

Stjórnvöld í Kanada segjast lítið geta gert til að stöðva viðskiptin en hvorki Ísland né Japan hafi skrifað undir samkomulagið og megi því ekki eiga í viðskiptum með kjötið og nota Kanada sem umskipunarhöfn.

Í frétt Vancouver Sun kemur fram að fréttin um að Ísland og Japan flytji hvalkjöt um Kanada hafi verið áfall bæði fyrir kanadíska stjórnmálamenn og umhverfissinna. Samkvæmt Sun fengu Grænfriðungar upplýsingar um að verið væri að umskipa tólf gámum með hvalkjöti frá Íslandi í Halifax í síðustu viku. Samtökin telja að gámarnir hafi síðan verið sendir með lest þvert yfir Kanada til Vancouver og þaðan yrði hvalkjötið sent til Japans.

Frétt Vancouver Sun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert