Allt að vika líður á milli ferða á Gjögur

Handagangur í öskjunni á flugvellinum á Gjögri.
Handagangur í öskjunni á flugvellinum á Gjögri. mbl.is/Árni Sæberg

„Veðráttan er rysjótt og það hefur verið upp og ofan nú að undanförnu hvernig flugið hefur gengið,“ segir Sveindís Guðfinnsdóttir, bóndi í Kjörvogi og flugvallarstjóri á Gjögri í Árneshreppi á Ströndum.

Áætlun hjá flugfélaginu Erni gerir ráð fyrir flugi þangað tvisvar í viku, það er á mánudögum og fimmtudögum. Slíkt tekst þó ekki alltaf og í janúar leið leið heil vika milli ferða.

Sveindís segir það ekki hafa komið að sök. Fólk í Árneshreppi sé þessum veruleika vant. Í verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar í Norðurfirði sé nóg til og aldrei hafi verið skortur á nauðsynjum.

Sveindís Guðfinnsdóttir
Sveindís Guðfinnsdóttir mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »