Stækkandi hópur fær ekki meðferð

Barnaverndastofa rekur fjögur meðferðarheimili eða deildir. Stuðlar eru flaggskipið.
Barnaverndastofa rekur fjögur meðferðarheimili eða deildir. Stuðlar eru flaggskipið. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Börnum sem eru á einhverfurófi, eru greindarskert eða eiga við geðrænan vanda að stríða samhliða fíknivanda hefur fjölgað mikið í hópi þeirra sem fá meðferð á Stuðlum.

„Tilfinning mín er sú að þessum tilfellum hafi fjölgað mjög. Það er ekkert mjög langt síðan helmingur þeirra krakka sem voru á meðferðardeildinni féll í þennan hóp, það er að segja þrír af sex,“ segir Þórarinn Viðar Hjaltason, forstöðumaður meðferðarstöðvarinnar Stuðla, í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta eru krakkar sem eru á mörkum þess að eiga að vera hjá barnaverndarkerfinu, á geðdeild eða innan fötlunarkerfisins. Þessum krökkum hefur svolítið verið hent á milli eins og heitum kartöflum. Það vill enginn fá þau,“ segir Þórarinn. Starfsfólkið á Stuðlum sé gott og flinkt en það sé ekki sérmenntað í að veita börnum sem eru á einhverfurófi meðferð og ekki heldur til að takast á við krakka í geðrofsástandi.

Flestir unglingar sem eigi við alvarlegan geðrænan vanda að stríða séu í neyslu líka. Bætist neyslan við fái á hinn bóginn fæstir þeirra þjónustu á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, eins undarlega og það hljómi. „Kannski ætti hún bara að heita barnageðdeild,“ segir Þórarinn. BUGL hafi í raun ekki aðstöðu til að veita slíkum börnum meðferð. „Hins vegar finnst mér mjög undarlegt að það er ekki að sjá að þeir séu neitt að vinna að því að óska eftir slíku þannig að það læðist að mér sá grunur að þeir ráði ekki við að þjónusta þennan hóp eins og staðan er í dag, enda er hann erfiður. Þeirra rök hafa verið að ekki sé hægt að veita meðferð við geðrænum kvillum sé viðkomandi í neyslu. Það er að hluta til rétt en þar sem flestir þessara unglinga eru einnig í neyslu þá verður niðurstaðan sú að þeir fá ekki meðferð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert