Ekki ætlað að segja inn eða út

„Skýrslunni var ekki ætlað að segja inn eða út úr Evrópusambandinu,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. Hann segir hana þó undirstrika skoðun sína um að Ísland eigi ekkert erindi í sambandið og að ekkert hafi breyst varðandi afstöðu gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu.  

Stærstu tíðindin segir hann vera að Hagfræðistofnun segi að nánast sé ómögulegt að reikna með undanþágum í sjávarútvegsmálum. Ekkert hafi verið ákveðið um framhaldið fyrir utan að skýrslan verði rædd á morgun í þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert