Aldrei að vita hvar tækifærin koma upp í framtíðinni

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Utanríkisráðherra hefur lagt þrjá nýja fríverslunarsamninga fyrir Alþingi. Samningar voru gerðir af EFTA við Bosníu, Panama, Kostaríka og Kólumbíu.

„Þarna er að bætast við sístækkandi net fríverslunarsamninga sem Ísland gerir, ýmist í samfloti við önnur EFTA-ríki eða eitt og sér eins og í tilviki samningsins við Kína sem fór í gegn á dögunum,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Íslendingar hafa ekki átt mikil viðskipti við þessi lönd hingað til en Birgir telur engu að síður mikilvægt að gera slíka samninga við sem flest ríki. Það sé í langflestum tilvikum báðum aðilum til hagsbóta. „Þó að í þessum tilfellum sé um að ræða ríki sem eru ekki mikilvæg viðskiptalönd í dag þá vitum við auðvitað aldrei hvar kunna að koma upp tækifæri síðar,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert