Verða að klípa um nefið

Við Drekagil.
Við Drekagil. mbl.is/Golli

Ef ráðist yrði í allar þær framkvæmdir sem stjórnendur Vatnajökulsþjóðgarðs telja nauðsynlegar í þjóðgarðinum mun kostnaður við þær hlaupa á einhverjum milljörðum, að sögn framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs.

Á þessu ári fær sjóðurinn á hinn bóginn aðeins um 90 milljónir á fjárlögum til framkvæmda og gerir lítið annað en að klára það sem byrjað var á í fyrra. „Þetta verður dálítið dapurt í ár,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins, í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Dýrasta framkvæmdin árið 2014 er bygging skála við Drekagil. Skálinn var boðinn út í fyrra og var lægsta boð um 50 milljónir. Í sumar á einnig að reisa útsýnispall við Ófærufoss í Eldgjá auk snyrtiaðstöðu. Í Skaftafelli á að ljúka hitaveituframkvæmdum, bæta merkingar, lagfæra göngustíga auk þess sem skoða á möguleika á reiðhjólaleiðum á völdum stöðum o.fl. Einnig er stefnt á að gera göngubrú á Kolgrímu við Skálafell. Þá er á áætlun að reisa ný salerni við Dettifoss vestanverðan í stað gamalla salerna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert