„Ryðjast fram með látum og tillitsleysi“

Geysir í Haukadal.
Geysir í Haukadal. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í yfirlýsingu frá nokkrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu eru fyrirhugaðar gjaldtökur við ferðamannastaði harðlega gagnrýndar. „Með þessu ryðjast landeigendur fram með látum og tillitsleysi við atvinnugreinina, stefna ímynd landsins og áratuga þrotlausu markaðsstarfi í hættu,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. 

Þar er rifjað upp að upp á síðkastið hafi landeigendur margra ferðamannastaða, s.s. Geysis, Námaskarðs, Leirhnjúka og Dettifoss, tilkynnt um fyrirhugaða gjaldtöku.

Þetta gagnrýna ferðaþjónustufyrirtækin og segja landeigendur virða að vettugi þær leikreglur sem gilda í alþjóðlegri ferðaþjónustu, þar sem fyrir löngu er búið að verðleggja og selja stóran hluta hópferða til Íslands árið 2014 og því ekki hægt að velta aðgangseyri að náttúruperlum út í verð ferðanna og þar með yfir á neytendur eftir á. „Það er því ljóst að ef fyrirætlanir landeigenda ná fram að ganga munu íslenskir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur sitja uppi með tugmilljóna tjón sem getur  stefnt rekstrargrundvelli þeirra í hættu.“

Þá segir: 

Landeigendur ætla auk þess án þess að blikka auga að svipta íslenskan almenning þeim rétti að ferðast um landið hindrunarlaust og láta Íslendinga á ferð um landið sitt greiða aðgangseyri að náttúruperlum.

Það er fáum ljósara en þeim sem hafa það að lifibrauði að skipuleggja ferðir um Ísland, að aðgerða er þörf við viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Það er óumdeilt og almennt viðurkennt, enda verið að vinna að heildstæðri lausn á verndun náttúruperla og uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu allra hagsmunaðila. Það gerir framgöngu landeiganda ennþá meira óviðeigandi.

Í næstu viku verða mörg af mikilvægustu fyrirtækjum íslenskrar ferðaþjónustu að kynna Ísland á stærstu ferðakaupstefnu heims ITB í Berlín. Þýskaland er einn mikilvægasti markaður fyrir Íslandsferðir í heiminum. Óvissuþættir á borð við yfirvofandi skatta og gjöld geta valdið ómældum skaða í sölu og markaðssetningu ferða til Íslands. Það vitum við af reynslu.

Með hagsmuni alls Íslands sem ferðamannalands  hljótum við því að  krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust þessar fyrirætlanir landeigenda og gefi tafarlaust út yfirlýsingu þess efnis. Við þurfum vinnufrið til að klára þetta mikilvæga mál þar sem ferðamannalandið Ísland er að veði.“

Undir yfirlýsinguna skrifa: 

  • Ferðaskrifstofan Atlantik – Gunnar Rafn Birgisson
  • Ferðaskrifstofan Snæland Grímsson – Hallgrímur Lárusson
  • Ferðaskrifstofan Terra Nova – Bjarni Hrafn Ingólfsson
  • Ferðaskrifstofan Katla DMI og Katla Travel GmbH – Bjarnheiður Hallsdóttir
  • Viator – Pétur Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fylgjast með fótspori ferðamannsins

22:00 Í ágúst árið 2010 voru um 30.000 ferðamenn staddir á Íslandi samstundis. Á sama tíma árið 2017 voru þeir orðnir 90.000. Út er komin ný skýrsla um vísa til þess að meta fótspor ferðamanna hér á landi. Meira »

Sara Nassim tilnefnd til Grammy-verðlauna

21:45 Þrítug íslensk kona, Sara Nassim Valadbeygi, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna sem framleiðandi tónlistarmyndbands söngkonunnar Tierra Whack, Mumbo Jumbo. Fjögur önnur myndbönd eru tilnefnd í sama flokki og Mumbo Jumbo. Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles 10. febrúar. Meira »

7 tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna

21:33 Sex þýðingar og sjö þýðendur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna þetta árið. Verðlaunin, sem eru veitt fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki, hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Meira »

Kaupendur vændis virðast ansi víða

21:23 „Þetta er ekki einstakt mál, það er mikilvægt að það komi fram,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, um mál fatlaðrar konu sem talið er að um 50 karlmenn hafi keypt vændi af. Meira »

Brotist inn í hús í Borgarnesi

20:34 Lögreglan á Vesturlandi biður fólk að vera á varðbergi gagnvart mannaferðum eftir að brotist var inn í íbúðarhús í Borgarnesinu á áttunda tímanum í kvöld og m.a. stolið þaðan skartgripum. Meira »

Enginn forgangur fyrir Árneshrepp

20:30 Að fresta vegaframkvæmdum um Veiðileysuháls enn einu sinni yrði ákvörðun um að leggja Árneshrepp í eyði, segir í umsögn um tillögu að samgönguáætlun. Þingmenn kjördæmisins segjast tala máli hreppsins en hafi engan sérstakan forgang fengið. Meira »

Stærsta hlutverk Íslendings

20:20 Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Meira »

Ísland færist ofar á lista yfir veiðar

20:00 Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlutdeild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu. Meira »

„Þetta gæti verið svo miklu verra“

19:42 „Við höfum ekki ástæðu til að ætla að samdráttur í ferðamennsku verði eitthvað í líkingu við það sem samdrátturinn hjá WOW verður á næsta ári. Að þetta muni þýða færri sæti fyrir ferðamenn á leið til Íslands. Auðvitað getur það verið en það er ekkert sem segir að þannig verði það.“ Meira »

Leggst gegn sölu Lækningaminjasafns

19:20 Samfylkingin á Seltjarnarnesi leggst gegn því að Lækningaminjasafnið verði selt til þriðja aðila. „Húsið hefur alla burði til þess að verða stolt og prýði bæjarins,“ segir í bókun flokksins um húsið, sem bærinn auglýsti til sölu í síðustu viku. Meira »

Skógarmítill, kvef og kynlíf

18:30 Vefurinn heilsuvera.is er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Vefnum er ætlað að koma á framfæri til almennings áreiðanlegum upplýsingum um heilsu, þroska og áhrifaþætti heilbrigðis, ásamt því að opna aðgengi einstaklinga inn á eigin sjúkraskrá. Meira »

Vill snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna

18:13 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti „um mikilvægi íslenskrar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags“. Meira »

Embættisskylda að senda málið áfram

18:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist hafa rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í síma sumarið 2012 og þá hafi talið borist að því að svokallað Samherjamál yrði sett í sáttaferli. Það hefði þá falið í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi og verklagi hjá Samherja. Meira »

Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs

17:40 „Þessi mál eru að mörgu leyti ólík þó að bæði séu alvarleg. Ég held að siðareglur þingsins nái varla yfir hans mál,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, aðspurður hvort hann telji mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þess eðlis að siðanefnd Alþingis ætti að taka það fyrir. Meira »

Hlaut 18 mánaða dóm fyrir nauðgun

17:21 Karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir nauðgun sem átti sér stað í maí í fyrra, er hann var 17 ára gamall. Stúlkan sem hann braut gegn var þá ólögráða og hafði farið með frænku sinni, kærasta hennar og ákærða í skemmtiferð austur í sveitir. Meira »

Flokksskírteini í stað hæfni stjórnenda

16:06 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi um Íslandspóst að flestum hefði verið komið í opna skjöldu með hversu alvarleg staða fyrirtækisins væri orðin, sem sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að það er í eigu ríkisins. Meira »

„Hef verið kurteis hingað til“

15:17 „Ég hef verið kurteis hingað til en nú krefst ég þess að þessari vanvirðingu við þing og þjóð verði hætt og að ég fái svar við þessum réttmætu spurningum mínum,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, undir dagskrárliðnum störf þingsins. Meira »

„Rosalega mikið högg“

14:06 „Þetta er náttúrulega bara hörmulegt, það er bara þannig,“ segir Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is um uppsagnir fjölda starfsmanna WOW air sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Flestir brunar á heimilum í desember

13:46 Tölfræði tjóna hjá VÍS sýnir að flestir brunar á heimilum eiga sér stað í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Algengustu brunar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að koma inn tilkynningar um bruna vegna kertaskreytinga. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Múrverk
Múrverk...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...