Hallbjörn ákærður fyrir kynferðisbrot

Hallbjörn Hjartarson.
Hallbjörn Hjartarson. Jón Sigurðsson

Hallbjörn Hjartarson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra hinn 6. mars næstkomandi.

Lögmaður Hallbjörns, Stefán Ólafsson, segir Hallbjörn hafa neitað þeim áskökunum sem á hann eru bornar og muni að líkum einnig gera það við þingfestingu málsins. Hann segir að þó svo um alvarleg brot sé að ræða teljist þau minniháttar sé litið til brotaflokksins.

Sama dag og þingfesting í máli Hallbjarnar fer fram verður aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir alvarlega líkamsárás en þeir brutust inn á heimili Hallbjarnar á Skagaströnd í febrúar á síðasta ári og réðust á hann þannig að hann hlaut meðal annars áverka á höfði og í andliti. 

Hallbjörn er þekktur kántrýsöngvari og stofnaði Kántrýbæ á Skagaströnd auk þess sem hann hefur rekið útvarpsstöðina Útvarp Kántrýbæ um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert