Hvetur fyrirtæki til að hætta að auglýsa

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hvetur fyrirtækið EGF húðdropa til að hætta að auglýsa á vef Kvennablaðsins en auglýsingu frá fyrirtækinu er að finna fyrir ofan umfjöllun um ummæli sem Vigdís Hauksdóttir hefur látið falla.

„Ég hvet EGF til að hætta að kaupa auglýsingar á þessum miðli sem kennir sig við "konur" - ein pislahöfunda/ábyrðarkona - er eiginkona Regnbogamannsins sem lenti saman við Elin Hirst er hún tjáði sig í þinginu um málefni sem samtökin hafa barist fyrir. Eru þær konur sem eru pistlahöfundar hér stoltar af þessum miðli - um leið og átakinu "konur til forystu" var hleypt af stokkunum?
- svari nú hver fyrir sig !!!,“ skrifar Vigdís á facebooksíðu sína sem er opin. Vísar hún þar til samantektar Evu Hauksdóttur um sig á vef Kvennablaðsins.

Eiginkona „Regnbogamannsins“ sem hún nefnir er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en eiginmaður hennar, Stefán Karl Stefánsson, stofnaði samtökin Regnbogabörn sem beittu sér í baráttunni gegn einelti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert