Mörg snjóflóð hafa fallið

mbl.is/Kristján

Óvenju mikill snjór er í fjöllum á Austfjörðum og sumstaðar á Norðurlandi. Mörg snjóflóð hafa fallið á Austurlandi. Sérstakrar varúðar skal gætt hlémegin fjalla þar sem mikill snjór hefur safnast, að sögn vakthafandi sérfræðings á snjóflóðasviði Veðurstofunnar.

Óvenju mikill snjór er í fjöllum yfir 500 metrum á hæð yfir sjávarmáli á Austfjörðum. Mörg flóð hafa fallið á svæðinu, en flest þeirra hafa verið fremur þunn. Skafrenningur hefur verið til fjalla. Spáð er kólnandi veðri og draga á úr úrkomu þannig að búast má við að stöðugleiki aukist. Þó má búast við áframhaldandi éljalofti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert