Ummerkin um átökin enn til staðar

Rúmum þremur mánuðum eftir skotbardaga lögreglu í Árbæ eru enn …
Rúmum þremur mánuðum eftir skotbardaga lögreglu í Árbæ eru enn ummerki eftir aðgerðirnar á stigaganginum í Hraunbænum þar sem hinn látni bjó. Blóð er á veggjum og í teppi. Þórður Arnar Þórðarson

Rúmum þremur mánuðum eftir skotbardaga lögreglu í Árbæ eru enn ummerki eftir aðgerðirnar á stigaganginum í Hraunbænum þar sem hinn látni bjó. Blóð er á veggjum og í teppi.  

Íbúar í Hraunbæ eru orðnir langeygir eftir að stigagangurinn verði þrifinn enda blóðsletturnar enn vel sjáanlegar.

Ítarlega er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Að morgni annars desember var lögregla kölluð til vegna hávaða …
Að morgni annars desember var lögregla kölluð til vegna hávaða að íbúð í Hraunbæ í Árbæ. Þetta átti eftir að vera útkall sem lengi verður í minnum haft. Lögreglan mætti þar skothríð og eftir rúmlega fjögurra klukkutíma umsátur, þar sem lögreglumaður fékk meðal annars högl í hjálminn sinn og sérsveitarmaður fékk skot í skjöldinn sinn, féll skotmaðurinn fyrir hendi sérsveitarinnar. Þórður Arnar Þórðarson
Lögreglan var búin að skjóta töluverðu magni af gasi inn …
Lögreglan var búin að skjóta töluverðu magni af gasi inn í íbúðina skömmu áður og var því ekki hægt að gera að sárum skotmannsins inn í íbúðinni. Var hann borinn helsærður niður í andyrið þar sem sjúkrafluttningamenn reyndu að bjarga lífi hans. Þórður Arnar Þórðarson
Veraldlegar eigur mannsins voru settar í geymslu sem er opin …
Veraldlegar eigur mannsins voru settar í geymslu sem er opin upp á gátt. Íbúar hússins hafa reynt að fá svör við því hver eigi að bera kostnað vegna þrifa en ekki tekist. Íbúð mannsins hefur enn ekki verið afhent Félagsbústöðum. Þórður Arnar Þórðarson
Þremur mánuðum síðar er stigagangurinn við Hraunbæ 20 enn litaður …
Þremur mánuðum síðar er stigagangurinn við Hraunbæ 20 enn litaður af atburðunum. Íbúar Hraunbæ eru orðnir langeygir eftir að stigagangurinn verði þrifinn enda blóðsletturnar enn vel sjáanlegar. Ítarlega er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þórður Arnar Þórðarson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »