Var krafinn um kostnað

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Seðlabankinn gerði kröfu um það í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gegn bankanum að Már bæri allan málskostnað. Þrátt fyrir það greiddi bankinn kostnað Más, sem nam um 3,5 milljónum króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Í ítarlegri umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að áætla megi því að heildarkostnaður bankans hafi verið um tvöfalt hærri, eða á bilinu 7-10 milljónir króna.

Lára V. Júlíusdóttir, þáverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, sagði í yfirlýsingu í gær að hún hefði tekið ákvörðunina um að bankinn myndi greiða málskostnað Más, en hún segir í samtali við Morgunblaðið að hún telji sig hafa haft stuðning meirihluta bankaráðsins fyrir ákvörðun sinni.

Ragnar Árnason, prófessor og fulltrúi í bankaráði þá og nú, segist eiga von á því að núverandi bankaráð muni taka málið til skoðunar. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs, segir ráðið þurfa að afla upplýsinga áður en hún geti tjáð sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert