Jarðskjálfti við Krýsuvík í morgun

Kleifarvatn.
Kleifarvatn. © Mats Wibe Lund

Jarðskjálfti að 2,8 að stærð varð í morgun klukkan 07:30. Upptökin voru sunnarlega í Kleifarvatni og austan við Krýsuvík á Reykjanesskaga, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu.

Tvær tilkynningar bárust frá Hafnarfirði um að hann hefði fundist þar. Um tuttugu eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan og eru þeir allir innan við 2 að stærð. Jarðskjálftahrinur eru tiltölulega algengar á Krýsuvíkursvæðinu, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert