Skelkaður en fannst heill á húfi

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundu rétt í þessu erlendan ferðamann er óskaði eftir aðstoð við Snæfellsjökul. Var hann þá staddur á þeim stað er gps-punktur sem hann sendi Neyðarlínu benti á, suðaustan við jökulinn. Ekkert amaði að manninum sem var vel búinn en tjaldið hans var gauðrifið.

Var hann skelkaður í vonskuveðrinu sem nú er á svæðinu. Á fjórða tug björgunarmanna tók þátt í aðgerðinni og nutu þeir góðar aðstoðar snjótroðara frá ferðaþjónustunni Snjófelli á Arnarstapa.

Leita tjaldbúa í vonskuveðri

Einn í tjaldi í snarvitlausu veðri

Að neðan má sjá frá aðgerðum björgunarsveitarmanna.

mbl.is