Versta veður í 40 ár

Um borð í Goðafossi
Um borð í Goðafossi mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Goðafoss missti sex gáma í sjóinn á leið til lands í nótt í brotsjó suður af Íslandi. Ólafur W. Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir að menn sem hafi verið til sjós í um fjörutíu ár muni ekki aðra eins tíð og hefur verið á hafi í nágrenni Íslands frá því í desember.

Ólafur segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvað var nákvæmlega í gámunum sex sem fóru fyrir borð en vitað er að engin hættuleg efni voru í þeim. Von er á Goðafossi til hafnar um miðjan dag í dag.

Líkt og fram kom á mbl.is í morgun missti Dettifoss þrjá gáma fyrir borð í aftakaveðri við Hjaltlandseyjar í fyrrinótt og segir Ólafur að menn muni ekki aðra eins tíð. Nánast hafi verið bræla á miðunum frá því í desember og siglingar flutningaskipa ítrekað raskast vega tíðarfarsins.

Misstu gáma í sjóinn

Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert