14 ára unglingur brann í ljósabekk

Ljósabekkur. Mynd úr safni.
Ljósabekkur. Mynd úr safni.

Nýlega tilkynnti foreldri 14 ára unglings Geislavörnum ríkisins (GR) að sólbaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu hefði hleypt unglingi í ljósabekk með þeim afleiðingum að húð unglingsins brann. Af þessu tilefni minnir GR á átakið „Hættan er ljós“ sem farið var af stað með til að sporna við notkun unglinga á ljósabekkjum.

Þetta kemur fram á vef GR. Þar segir að nú séu liðin 10 ár síðan farið var af stað með átakið. Bent er á að borið hafði á því að hluti af fermingarundirbúningi væri að fara í ljós og var átakinu sérstaklega beint gegn því.

„Mikill árangur hefur náðst, sérstaklega eftir að bannað var að selja ungmennum yngri en 18 ára aðgang að ljósabekkjum. Þetta kemur fram í nýlegum skoðanakönnunum um notkun unglinga á ljósabekkjum,“ segir á vef GR.

Þá segir, að nýlega tilkynnti foreldri 14 ára unglings GR að sólbaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu hefði hleypt unglingi í ljósabekk með þeim afleiðingum að húð unglingsins brann.

„Þessi tilkynning minnir á að enn er ástæða fyrir foreldra og eftirlitsaðila að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og er rétt að minna á þetta núna þegar fermingarundirbúningur er að hefjast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert