Hef þurft að berjast grátlega mikið

Hallgrímur Eymundsson er einn þeirra 14 sem eru með NPA-samning ...
Hallgrímur Eymundsson er einn þeirra 14 sem eru með NPA-samning í Reykjavík. Ómar Óskarsson

Hallgrímur Eymundsson er 35 ára tölvunarfræðingur hjá Reykjavíkurborg og starfar þar við hugbúnaðarþróun. Hann er með hreyfihömlun, er í hjólastól og þarf aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs. Hallgrímur er einn þeirra 14 sem eru með NPA-samning í Reykjavík, en hann var gerður í fyrrasumar.

„Öll aðstoð sem ég fæ í daglegu lífi er til að lifa því lífi sem ég vil lifa. Ég ræð sjálfur starfsfólk til þess, ég er við stjórnvölinn í eigin lífi en ekki undir einhverri stofnun, eins og áður var,“ svarar Hallgrímur, spurður að því hvernig hann skilgreini NPA í stuttu máli.

Þarf ekki að hafa áhyggjur af einföldustu hlutum

Hvaða áhrif hefur þetta haft á þitt líf? „Það hefur gjörbreyst. Úr því að reiða mig á þjónustu sem er bundin húsinu sem ég bý í, í að geta farið hvert sem er og hvenær sem er með mínum sérhæfða aðstoðarmanni. Áður var mér úthlutað aðstoð úr stórum hópi aðstoðarfólks, oft var það fólk sem ég þekkti ekki og þekkti ekki mig. Með NPA er valdapýramídanum snúið við þannig að ég er ekki neðstur lengur með allt skipurit Reykjavíkurborgar ofan á mér, heldur er ég yfirmaðurinn og ræð mér aðstoðarfólk. Núna get ég tekið ákvarðanir með stuttum fyrirvara og þarf ekki endalaust að hafa áhyggjur af einföldustu hlutum, eins og komast á klósettið.“

Er þetta ekki það sem er kallað mannréttindi? „Jú, það er það.“

Hallgrímur hafði lengi barist fyrir því að fá viðunandi aðstoð og segist hafa verið orðinn langþreyttur á „baráttunni við kerfið“. „Ég hef þurft að berjast grátlega mikið og hef oft verið orðinn svo þreyttur á því. Svona barátta dregur svo úr manni, það er alltaf verið að reyna að taka eitthvað af manni, bjóða eitthvað í staðinn sem á að vera betra en er síðan verra.“

„Ég lifi mínu lífi“

Á þeim níu mánuðum sem liðnir eru frá því að Hallgrímur varð NPA-notandi eins og það er kallað hefur líf hans tekið stakkaskiptum. Ávallt er honum til aðstoðar einn sérhæfður starfsmaður, en hann er með þrjá í fullu starfi og tvo í hlutastarfi. Lengri og styttri ferðalög og heimsóknir, sem ófötluðum þykja sjálfsagður hlutur og voru áður fjarlægur draumur hans, eru nú orðin að veruleika. „Ég lifi mínu lífi og aðstoðarmenn mínir fylgja mér og aðstoða með það sem þarf.“

Hann segist þekkja fjölmargt fólk, bæði í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum, sem þurfi sárlega á NPA-samningi að halda, en hafi ekki fengið. „Margt af því fólki er að mestu háð vinum og vandamönnum, en fær takmarkaða þjónustu frá sveitarfélaginu sem engan veginn uppfyllir þeirra þarfir.“

Yrði mannréttindasigur

NPA-samningur Hallgríms gildir til áramóta, en þá er búist við því að slíkir samningar verði lögbundnir, þannig að hann mun væntanlega njóta hans áfram. „Verði af því, þá er það þvílíkur mannréttindasigur,“ segir Hallgrímur. „Annars veit maður ekkert um framhaldið, þetta er ekki í hendi. En það væri lífsins ómögulegt að fara úr þessum aðstæðum yfir í það sem var áður. Að taka þessi mannréttindi af manni væri eins og að setja saklausan mann í steininn.“

Hallgrímur segir líf sitt hafa gjörbreyst með því að fá ...
Hallgrímur segir líf sitt hafa gjörbreyst með því að fá NPA-samninginn. Ómar Óskarsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Þróa kerfi til að tryggja velferð barna

12:30 Félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um að hefja vinnu við þróun samræmds upplýsingakerfis sem ætlað er að tryggja velferð barna á Íslandi. Meira »

„Umræðan verið nokkuð harkaleg“

12:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í dag fund með helstu hagsmunaaðilum í uppbyggingu fiskeldis. Tilefni fundarins var samþykkt Alþingis í síðustu viku á tveimur frumvörpum um fiskeldi, annars vegar um gjaldtöku og hins vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi. Meira »

Lið Toyota leiðir áheitasöfnunina

11:54 Lið World Class, Airport Direct og Advania, sem fara fremst í flokki í WOW Cyclothon, renndu framhjá Goðafossi klukkan 7:30 í morgun, en ræst var út í liðakeppni frá Egilshöll í gærkvöldi. Meira »

Tjá sig ekki um svar stjórnar LV

11:30 Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) sendi Fjármálaeftirlitinu (FME) í gær svar við fyrirspurn FME vegna mats stjórnarinnar á lögmæti þess að fulltrúaráð VR hefur ákveðið að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn LV. Boltinn er hjá FME, að sögn formanns stjórnar. Meira »

Friðlýsing verði lögð fram á haustþingi

11:02 Fulltrúar Landverndar munu síðar í dag afhenda undirskriftir rúmlega fimmþúsund Íslendinga sem vilja að friðlýsingu Drangajökulsvíðerna, sem innifelur athafnasvæði Hvalárvirkjunar, verði hraðað. Fer hópurinn fram á að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Skráðum kynferðisafbrotum fjölgar

10:55 Fækkun varð á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu í maí en mikil fjölgun á skráðum kynferðisafbrotum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí 2019. Meira »

Meindýraeyðir man eftir fyrsta lúsmýinu

10:08 „Þetta er þetta helvítis lúsmý,“ sagði húsmóðir í Grafarvogi við meindýraeyði árið 2013. Ekki orðrétt, samt. Á þessum tíma var ekki komið íslenskt orð yfir þessa pöddu, sem gerir fólki nú lífið leitt. Meira »

Eldur í rjóðri við FSu

10:03 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld í rjóðri við Fjölbrautarskóla Suðurlands um miðnætti í nótt. Dælubíll og slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu slökkviliðsins voru sendir á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Sprengisandsleið opnuð

10:01 Fært er nú yfir Sprengisand, en það var í gær sem Vegagerðin gaf út tilkynningu þess efnis. Unnið hafði verið síðustu daga að því að gera leiðina klára, en vegheflar voru sendir út á mörkina að sunnan frá Hrauneyjum og að norðan úr Bárðardal. Meira »

Sex ár fyrir tilraun til manndráps

09:20 Sindri Brjánsson, karlmaður á þrítugsaldri, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, en hann stakk annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Atvinnuleysi eykst

09:17 4,7% atvinnuleysi var í maí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru 210.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í maí 2019. Það jafngildir 82,4% atvinnuþátttöku. Meira »

„Bullandi meðvindur“ í Reykjadal

08:36 Betur viðrar nú á hjólaliðin í A- og B-flokki en fremstu lið nálgast nú Laugar í Reykjadal í „bullandi meðvindi“ að sögn liðsmanna Airport Direct. Hópur af kindum hægði á ferð Chris Bukard í morgun þar sem þær fóru heldur hægar yfir en hann á hjólinu. Meira »

Kúlan ekki úr eynni fyrr en 2047

08:18 Listaverkið „Orbis et Globus“, er ekki á leiðinni úr Grímsey í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en árið 2047 þegar heimskautsbaugurinn yfrgefur eyna. Þetta staðfestir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála á Akureyrarstofu. Meira »

Fylgjast með ferðaþjónustu

07:57 Sérstakt eftirlit verður í sumar af hálfu vettvangseftirlits ríkisskattstjóra með starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Þar er með talin starfsemi erlendra ferðaþjónustuaðila á Íslandi, en að minnsta kosti tveir hópar munu á vegum embættis RSK fara í sérstakar eftirlitsferðir í öllum landsfjórðungum. Meira »

105.000 krónur fyrir fram

07:37 „Við lítum svo á að þetta standi öllum þeim sem eru með lausa kjarasamninga hjá okkur til boða,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, um samkomulag um frestun kjaraviðræðna fram í ágúst. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

07:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Fer yfir 25 stig í dag

06:56 Hiti fór yfir 20 stig austanlands í gær og gera spár ráð fyrir að hann gæti farið yfir 25 stig á stöku stað þar í dag. Um helgina er útlit fyrir kólnandi veður og að á Norðausturlandi fari hitinn ekki yfir 7 stig. Meira »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Glæsilegt 6 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík. H...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Gistihús / hótel óskast, leiga / kaupleiga
Óska eftir að leigja / kaupleigja gistihús / hótel. Staðsetning skiptir ekki öl...