Vill rannsókn á máli Más

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra þarfnast ítarlegri skoðunar að mati Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Hann segir að það sé mjög alvarlegt mál ef minnsti grunur leiki á því að Alþingi hafi verið sagt ósatt.

Ásmundur Einar var sá þingmaður sem bar fram skriflega fyrirspurn á Alþingi 13. nóvember 2012, þar sem spurt var um heildarkostnað við málaferli Más gegn Seðlabankanum og hvort seðlabankastjóri hygðist greiða bankanum þann kostnað.

Í Morgunblaðinu í gær kom fram að þó að búið hefði verið að ákveða að Seðlabankinn bæri málskostnað Más hefði ekki verið greint frá því í svörum bankans til fjármálaráðuneytisins. Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um bréf Seðlabankans til ráðuneytisins, en hún ákvað að bankinn myndi greiða kostnaðinn, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert