Lottó freistar fleiri á krepputímum

Það er afskaplega ólíklegt að vinna í lottó en margir ...
Það er afskaplega ólíklegt að vinna í lottó en margir sjá ekki aðra leið til að bæta kjör sín. mbl.is

Lottóspilun Íslendinga hefur aukist í kjölfar efnahagskreppunnar, einkum hjá þeim sem eiga erfitt með að ná endum saman. Fólk virðist grípa þessa leið í von um að bæta fjárhagsstöðuna þrátt fyrir að afar litlar líkur séu á því að vinna.

Öðru hverju dettur þó einhver í lukkupottinn þannig að eftir því er tekið, eins og hjónin sem unnu 44 milljónir króna síðasta laugardag. Vinningurinn kom sér vel fyrir hjónin, sem eru bæði ellilífeyrisþegar og ætla nú loksins að kaupa sitt eigið hús eftir að hafa glímt lengi við síhækkandi leiguverð.

Líklega eru það sögur eins og þessar sem kynda undir vonum lottóspilenda og svo virðist vera sem í kreppunni sjái fleiri lottó sem leið til að bæta kjör sín.

Meirihluti Íslendinga lottar

Daníel Þór Ólason, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur rannsakað þátttöku í peningaspilum og spilafíkn um nokkurt skeið. Samanburður á niðurstöðum síðustu ára bendir til þess að aukning hafi orðið í peningaspilum almennt eftir hrun, og fyrst og fremst í lottóspilun.

Um er að ræða þrjár faraldursfræðilegar rannsóknir sem gerðar voru 2005, 2007 og 2011. Að auki var gerð önnur rannsókn 2011 þar sem hluti þátttakenda frá árinu 2007 var beðinn um að svara sömu spurningum aftur. Daníel mun bera saman niðurstöður þessara rannsókna á Sálfræðiþingi 2014, sem fram fer um helgina.

„Í megindráttum sýna þessar rannsóknir að fleiri spila peningaspil árið 2011 en gerðu árið 2007, það hefur sem sagt orðið aukning,“ segir Daníel. Aukningarinnar gætir fyrst og fremst í lottóspilun, úr tæpum 50% í rúm 60%, en þeim hefur einnig fjölgað talsvert sem taka þátt í bingó eða kaupa skafmiða.

Samband milli lottóspilunar og fjárhagsvanda

Í tilraun til að greina áhrif hrunsins á líf fólks var í rannsókninni 2011 spurt um fjárhagsstöðu fólks, annars vegar hvernig gengi að ná endum saman og hinsvegar hvort fólk hefði upplifað miklar breytingar á lífskjörum sínum miðað við hvernig þau voru fyrir hrun.

„Þegar við skoðuðum svörin í samhengi við peningaspilun þá sáum við að þeir sem áttu í erfiðleikum með að ná endum saman 2011 voru líklegri til þess að kaupa lottó- og skafmiða heldur en þeir sem ekki áttu í erfiðleikum,“ segir Daníel. Þessi tenging fannst ekki milli fjárhagsstöðu og annarrar peningaspilamennsku.

Því megi leiða líkum að því að fleiri sjái von um að bæta fjárhagsstöðu sína með því að taka þátt í lottó. Daníel segir þetta í samræmi við niðurstöður rannsókna í Ameríku þar sem skoðuð hafa verið áhrif kreppu á þátttöku í peningaspilum. En af hverju lottó frekar en annað?

„Sennilega vegna þess að upphæðir í lottó eru tiltölulega háar en miðinn ódýr,“ segir Daníel. „Þannig að fjárfestingin er lítil en mögulegur ávinningur mjög stór. Hinsvegar eru mjög litlar líkur á því að vinna í lottói og því getur það ekki tlaist góð fjárfesting að spila reglulega. Einu skynsamlegu ástæðurnar fyrir því að spila lottó eða önnur peningaspil væri sú að vilja styrkja góð málefni eða ánægjunnar vegna, en ekki til að græða peninga.“

Spilavandi eykst

Á sama tíma og lottóspilurum fjölgar hefur dregið úr notkun spilakassa frá árinu 2007. Aukningar gætir hinsvegar í póker og peningaspilun á netinu, en hún er annars eðlis en lottóspilunin.

„Það eru aðallega ungir karlmenn á aldrinum 18-25 ára sem spila þessar tvær tegundir peningaspila meira en aðrir,“ segir Daníel.

Þá hefur orðið marktæk aukning í spilavanda milli ára. Niðurstöður 2005 bentu til þess að 1,6% þátttakenda glímdu við spilavanda, en það hlutfall var komið upp í 2,6% árið 2011. Daníel segir að líklega megi fyrst og fremst rekja þetta til aukinna net- og pókerspilunar.

„Þetta eru ekki háar tölur og því er ekki um neinn faraldur að ræða, en það má ekki gleyma því að á bak við hvern spilafíkil eru aðstandendur sem líða vegna neikvæðra afleiðinga fíknarinnar. Eðli hennar er þannig að mestallt fé fer í fíknina í stað þess að fara til dæmis í að greiða af bíla- eða húsnæðislánum fjölskyldunnar.“

Daníel fer nánar yfir niðurstöðurnar á Sálfræðiþingi 2014, en það fer fram á Hilton Nordica hótelinu á laugardag og hefst kl. 9.

Notkun spilakassa hefur dregist saman á sama tíma og lottóspilun ...
Notkun spilakassa hefur dregist saman á sama tíma og lottóspilun eykst. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Innlent »

Fundu kannabisplöntur, landa og amfetamín

10:52 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærmorgun kannabisræktun í íbúðarhúsnæði, en þar var að finna rúmlega 150 kannabisplöntur. Í húsnæðinu fannst einnig töluvert magn af landa sem verið var að brugga. Meira »

Fara fram á frávísun

10:44 Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður núverandi og fyrrverandi liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda hljómsveitarinnar, lagði í dag fram frávísunarkröfu á grundvelli mannréttindasjónarmiða, við fyrirtöku máls er varðar meint skattsvik sveitarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

Losun frá flugi og iðnaði eykst áfram

10:18 Raunlosun íslenskra flugrekenda og losun frá íslenskum iðnaði hélt áfram að aukast í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar sem segir fjóra af fimm íslenskum flugrekendum hafa gert upp heimildir sínar. WOW air, skilaði losunarskýrslu en gerði ekki upp losun sína í tæka tíð. Meira »

Pabbinn í vímu með börnin í bílnum

09:42 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í gær vegna gruns um fíkniefnaakstur var með tvo unga syni sína í bifreiðinni og var annar þeirra án öryggis- og verndarbúnaðar. Meira »

Joly lögmaður í máli gegn Landsbanka

09:18 Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, er einn þeirra lögmanna sem aðstoða hóp franskra innlánseigenda sem höfðuðu mál gegn stjórnendum Landsbankans í Lúxemborg. Fólkið segir að starfsmenn bankans hafi elt eftirlaunaþega uppi og lofað þeim gulli og grænum skógum. Raunin reyndist önnur. Meira »

Telur þátttökubann ólíkleg viðurlög

08:42 „Okkur hefur ekki borist neitt frá EBU og sjáum til hvort svo verður,“ sagði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri á Rás 2 í morgun. Sjálfur telur hann ólíklegt að Íslandi verði meinuð þáttaka á næsta ári og telur formlega athugasemd líklegri. Meira »

Lundar sestir upp í Hrísey

08:18 Settir hafa verið upp um 150 plastlundar á þremur stöðum á Hrísey í þeirri von að félagar þeirra, hinir lifandi, sem fljúga orðið í miklum mæli inn í Eyjafjörð til að afla sér fæðu, setjist þar að. Meira »

Nýi bakkinn fær heitið Sundabakki

07:57 Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að nýr hafnarbakki utan Klepps fái heitið Sundabakki, en eldri bakki með því nafni verði kallaður Vatnagarðabakki. Meira »

Arfberar greiða fyrir þróun manna

07:37 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einn af þeim sem héldu erindi á opnu húsi Brakkasamtakanna í gær.  Meira »

Ungt fólk sem styður EES

07:23 Alls eru andlit 272 ungmenna á auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni: „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ Meira »

Próflausir og dópaðir í umferðinni

06:57 Þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og gærkvöldi sem allir voru undir áhrifum fíkniefna. Enginn þeirra er með bílpróf þar sem tveir höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og einn hafði aldrei hlotið ökuréttindi. Sá fjórði var síðan stöðvaður eftir miðnætti. Meira »

Engin von um 20 stig

06:45 Engin von er um að það mælist 20 stiga hiti einhvers staðar á landinu í þessari viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Umskipti hafa orðið og verður kaldast á norðaustanverðu landinu. Þrátt fyrir norðaustanátt kemur lægðardrag í veg fyrir sól á suðurhluta landsins. Meira »

Þingið árétti afstöðu Íslands

05:30 „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta alveg skýrt og ég fékk það staðfest á fundum mínum með bæði Juncker og Tusk að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Meira »

Með 169 nefndir og ráð

05:30 Fjórir af ellefu ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hafa svarað fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um hve margar nefndir, ráð, starfshópar og faghópar störfuðu á vegum hvers ráðuneytis og hver kostnaður hafi verið af þeim á síðasta ári. Meira »

Borgin endurnýjar gönguleiðir

05:30 Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum á árinu 2019. Meira »

Nýbyggingin kynnt þingmönnum

05:30 „Við ákváðum að gera eitthvað sameiginlega og það mæltist mjög vel fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um Alþingisdaginn sem haldinn var sl. föstudag. Meira »

Fyrsti Þristur kom í gær og 11 koma í dag

05:30 Fyrsti Þristurinn, af gerðinni DC-3/C-47, í leiðangrinum D-Day Scuadron, kom til Reykjavíkur í gær á leið sinni frá Bandaríkjunum til Frakklands til að taka þátt í athöfn í Normandí 6. júní nk. Meira »

Vill umræðu um álit Trausta

05:30 „Þarna er óvissu eytt um að það er ekki hægt að afla fjárheimilda eftir á með að borgarfulltrúar skrifi upp á ársreikning borgarinnar, því ef sú væri raunin, þá þyrfti ekki að útvega heimildir eða hafa eftirlit, heldur væri hægt að skrifa upp á allt eftir á“. Meira »

Styðja Ara sem þjóðleikhússtjóra

05:30 Þjóðleikhúsráði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst í byrjun mánaðarins yfirlýsing frá deildarstjórum allra deilda Þjóðleikhússins þar sem lýst var yfir stuðningi við Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra. Meira »
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
fjórir íslenskir stálstólar nýtt áklæði sími 869-2798
fjórir stál-eldhússtólar nýtt áklæði á 10,000 kr STYKKIÐsími 869-2798 stólar ...