Samningsskilyrði á borðinu

Á makrílveiðum.
Á makrílveiðum.

Íslendingar munu að óbreyttu setja sér einhliða makrílkvóta næsta sumar í ljósi þess að ESB, Noregur og Færeyjar sömdu um makrílveiðar án aðkomu Íslendinga. Svo virðist sem Íslendingar geti komið að samningnum. Í hlut Íslendinga kæmu þá 11,9% af áætluðum heildarafla eða tæplega 150 þúsund tonn.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fylgir það skilyrði aðild að samningnum að Ísland veiði þá ekki meira en sem nemur 4% af 100 þúsund tonna tilraunakvóta Grænlendinga, eða að hámarki 4 þúsund tonn. Þetta tæki ekki til aðila sem gera út skip undir grænlenskum fána, né ef Ísland gerist ekki aðili að samningnum.

„Að því gefnu að menn sætti sig við eðlilega hlutdeild til Íslendinga þá finnst mér ekki útilokað að við gætum komið að slíku samkomulagi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra í fréttaskýringu um makríldeiluna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »