„Sekur um skelfilegan glæp“

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari .
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari . Eggert Jóhannesson

Ríkissaksóknari fór fram á það við fjölskipaðan héraðsdóm að karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið fimm mánaða barni sínu að bana yrði dæmdur í að minnsta kosti átta ára fangelsi en að dómurinn ætti engu að síður að horfa til þess að refsiramminn fyrir brotið er sextán ára fangelsi.

Saksóknari velti fyrir sér hvernig meta ætti refsingu í máli sem þessu. Brotið væri gríðarlega alvarlegt og áverkunum var ekki valdið af gáleysi. Þá hefði barnið verið beitt ofbeldi áður og allar líkur á því að maðurinn hefði einnig orðið valdur að þeim áverkum. Hann hefði verið í aðstæðum sem hann réð ekki við, hann hefði ekki getað huggað barnið og það hefði endað með þessum hætti. „Þetta gerðist, og í þessu tilviki er það ákærði sem hefur gerst sekur um þennan skelfilega glæp.“

Hins vegar var ekki ákært fyrir manndrápsákvæði almennra hegningarlaga og sagði saksóknari að hugsanlega hefði átt að gera það. Maðurinn hefði hins vegar verði látinn njóta vafans og því verið ákært fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða.

Aðalmeðferðin heldur áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert