Minningum um Ísland komið í skjól

Breskir hermenn í Suðurgötu í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Breskir hermenn í Suðurgötu í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon

„Samskipti við þetta fólk eru mjög gefandi og það skín alls staðar í gegn að vera feðranna á Íslandi var þeim kær og minningarnar mjög góðar. Enginn þessarra manna heimsótti Ísland eftir að stríðinu lauk enda annar tími en nú og ferðalög til útlanda nær óþekkt fyrir aðra en sterkefnað fólk,“ segir Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London, höfuðborg Bretlands, í pistli á bloggsíðu utanríkisráðuneytisins þar sem hann gerir að umfjöllunarefni sínu samskipti sendiráðsins við afkomendur Breta sem gegndu herþjónustu á Íslandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar en eru nú látnir.

Þannig hafi ættingjar þeirra haft samband við sendiráðið og vilja koma til þess ýmsum gögnum sem þessir menn hafi átt í fórum sínum, tengdum Íslandi. Einn viðmælenda Axels hafi orðað það þannig að hann væri að koma minningum um föður sinn í skjól. Axel segir til að mynda frá því að eldri maður hafi sett sig í samband við sendiráðið eftir að hafa verið að ganga frá búi föður síns sem hafði fallið frá. Þar hafi hann fundið kassa með munum sem tengdust herþjónustu hans. Vildi hann kanna hvort einhver á Íslandi hefði áhuga á þessum munum og reyndist svo vera.

„Þar var fjöldi ljósmynda sem teknar voru á Íslandi og í Mið-Austurlöndum þar sem faðir hans starfaði síðari ár heimsstyrjarldarinnar. Medalíur og athyglisverð plögg um veruna á Íslandi voru þar á meðal. Maðurinn spurði hvort einhver á Íslandi hefði hugsanlega áhuga á að fá þessa muni en faðir hans hefði alltaf talað vel um dvöl sína á Íslandi og kynni sín af fólki þar. Við öllum þessum gögnum var tekið og þau framsend Stríðsárasafninu á Reyðarfirði sem mun annast þau vel.“

Ennfremur hafi roskin systkini haft samband við sendiráðið til þess að kanna hvort þar væri áhugi á bókum um íslenska náttúru sem faðir þeirra hefði eignast þegar hann var hér á landi. Hann hefði alltaf haldið upp á þær þó hann talaði ekki málið. Tekið hafi verið vel á móti bókunum og þeim komið til bóksafns á Íslandi til varðveislu. Eins hefði kona nokkur hringt nokkrum sinnum til sendiráðsins til að spyrjast fyrir um ýmis kennileiti, gönguleiðir, veðurfar og aðbúnað á Íslandi. Kom á daginn að hún hefði nýverið fylgt móður sinni til grafar og í kjölfarið fundið í fórum hennar skókassa með bréfum, póstkortum, dagbók og landakortum með merktum gönguleiðum um Ísland sem faðir hennar hefði átt en hann hefði látist ungur maður stuttu eftir stríðið og móðir hennar varðveitti kassann í hálfa öld.

„Bréfin voru bæði frá föður hennar til fjölskyldu og vina í Bretlandi en einnig var að finna kort sem fóru á milli mannsins og íslenskra vina. Dagbókin segir líka frá skemmtilegu fólki og fallegum gönguleiðum um Vestfirði og hún lét sig dreyma um að ganga í fótspor föður síns. Hún velti einnig fyrir sér hvers vegna móðir hennar hefði varðveitt þessa hluti svona lengi og taldi að það hefði verið af virðingu fyrir því hversu vænt föður hennar þótti um veru sína á Íslandi og því fólki sem hann kynntist þar. Hún hét því ennfremur að láta mig vita ef af ferðinni yrði,“ segir Axel ennfremur.

Hann segir að lokum að auk þess að bera Íslandi vel söguna eftir að heim var komið hafi bresku hermennirnir fyrrverandi átt það sameiginlegt að taka með sér íslenskar lopapeysur og þótt þær mikil gersemi. „Í köldum húsum Bretlandseyja var lopapeysan verðmæt eign og sagði ein konan mér að faðir hennar hefði helst kosið að klæðast lopapeysunni daglega og ekki fengist úr henni fyrr en hún var við það að detta í sundur. Í margþvældri umræðu um svokallaða „Íslandsvini” finnst mér rétt að halda til haga minningunni um þessa menn.“

Pistill Axels í heild á bloggsíðu utanríkisráðuneytisins

Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London.
Axel Nikulásson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nemendur stjórna mætingu í skólann

05:30 Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja ráða sjálfir hversu mikið þeir mæta í skólann upp að vissu marki. Fari fjarvistir yfir það er litið svo á að nemandi hafi sagt sig úr náminu. Meira »

Óvissa um hrefnuveiðar

05:30 Ekki liggur fyrir hvort hrefnuveiðar verða stundaðar í sumar af hálfu IP-útgerðar. Fyrirtækið hefur rætt ákvörðun um lokun veiðisvæða í Faxaflóa við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og skrifað ráðuneytinu vegna málsins. Meira »

Mikill áhugi á íslensku leiðinni

05:30 Grasrótin er að vakna varðandi leit að lækningu við mænuskaða og betri umönnun mænuskaddaðra, að sögn Auðar Guðjónsdóttur, stjórnarformanns Mænuskaðastofnunar Íslands. Meira »

Ný steinkápa á kirkjuna

05:30 Minjastofnun hefur úthlutað 2,5 milljónum króna til viðgerða á Akureyrarkirkju, en setja þarf nýja steiningu á suður- og austurhlið hennar eftir skemmdarverk sem unnin voru á guðshúsinu að næturlagi 4. janúar á síðasta ári. Meira »

Sjoppurekstur skilar litlu

05:30 Ekki er eftir miklum tekjum að slægjast í rekstri smáverslana olíufélaganna. Þetta er mat Snorra Jakobssonar, ráðgjafa hjá Capacent, eftir athugun á síðasta ársreikningi olíufélagsins Skeljungs. Olíufélögin reka smáverslanir á stöðvum sínum um land allt. Meira »

Hilda Jana leiðir lista Samfylkingar

Í gær, 23:26 Hilda Jana Gísladóttir fjölmiðlakona leiðir framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem var samþykktur einróma á aðalfundi félagsins í kvöld. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda

Í gær, 23:08 Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Reykjavegar og Kirkjuteigs um hálftíuleytið í kvöld.  Meira »

Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun

Í gær, 23:16 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungan karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og til að greiða fórnarlambi sínu 1,5 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Féll úr stiga en fær engar bætur

Í gær, 22:27 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfu fyrrverandi nemanda Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem féll þrjá metra niður úr stiga og lenti á malbiki við vinnu á kennslusvæði skólans við Hraunberg í Breiðholti. Meira »

Fær að sjá samræmd próf dóttur sinnar

Í gær, 22:15 Menntamálastofnun þarf að afhenda föður stúlku sem þreytti samræmd könnunarpróf í september 2016 aðgang að úrlausnum stúlkunnar í íslensku og stærðfræði ásamt fyrirgjöf fyrir hverja spurningu. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem var kveðinn upp í síðustu viku. Meira »

Verkin rokseldust á góðu verði

Í gær, 21:26 Níu myndlistaverk sem boðin voru upp á uppboði Gallerí Foldar í kvöld seldust á milljón krónur og yfir. Jóhann Ágúst Hansen uppboðsstjóri finnur fyrir uppsveiflu í efnahag þjóðarinnar og segir áhugann mikinn. Dýrasta verkið eftir Þorvald Skúlason seldist á 2,7 milljónir króna við hamarshögg. Meira »

Hafa áhyggjur af þröngum skilyrðum

Í gær, 21:10 Rauði krossinn lýsir yfir áhyggjum sínum af gildistöku nýrrar reglugerðar sem þrengir að túlkun á því hvaða umsækjendum um alþjóðlega vernd séu taldir vera í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rauða krossinum. Meira »

Elísabet nýr formaður Stúdentaráðs

Í gær, 21:05 Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

Í gær, 20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

Í gær, 20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

Í gær, 20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

Í gær, 20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

Í gær, 19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »
Stimplar
...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirka 8 vikur ) annars 241.000
Er á leiðinni færð á 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirk...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
 
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...