Sakar bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um leyndarhyggju

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segir að bæjarstjórinn Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir hafi neitað bæjarfulltrúum um gögn varðandi tilboð Íslandsbanka í endurfjármögnun á 13 milljarða skuldum bæjarins. 

Fram kemur í tilkynningu sem Rósa hefur sent á fjölmiðla, að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki fengið þessi gögn afhent, þrátt fyrir að þeir eigi skýlausan rétt þeirra og ítrekaðar óskir þar um. 

Rósa segir að þetta sé ekki viðunandi í ljósi þess að ætlast sé til að málið verði afgreitt á næsta bæjarstjórnarfundi, þ.e. innan fárra daga. Hún segir ennfremur að það sé nauðsynlegt að bæjarfulltrúarnir fái gögnin því það hvíli krafa á öllum fulltrúum að standa eins faglega að verki við endurfjármögnunina og hægt er.

Hún spyr til til hvaða lánastofnana hafi verið leitað, hvaða önnur tilboð hafi verið uppi á borðum og svo framvegis.

Vill faglega umræðu um endurfjármögnun

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa engar upplýsingar haft um endurfjármögnunarferlið þar til þeim var munnlega kynnt niðurstaða þess á fundi í bæjarráði sl. fimmtudag,“ segir Rósa í tilkynningu.

„Lánið hjá Depfa er á gjalddaga í lok árs 2015 og því eðlilegt að endurfjármögnun fái þá faglegu umræðu og rýni sem svo stórvægilegt mál kallar eftir. Og ekki verður litið framhjá því að sporin hræða en þegar núverandi bæjarstjórnarmeirihluti samdi síðast við Depfa árið 2011 hvíldi mikil leynd yfir samningnum og mikið lá á að bjarga pólitísku andliti fulltrúa meirihlutans. Nú lítur út fyrir að sú leyndarhyggja sé enn við lýði,“ skrifar hún ennfremur.

Hafnarfjörður í skuldafjötrum

Þá segir hún að á undanförnum mánuðum hafi aðstæður í þjóðfélaginu og hjá innlendum fjármálastofnunum loks tekið að batna svo að hægt sé að breyta erlendu láni upp á milljarða króna í íslenskt, enda tekjur sveitarfélagsins allar í íslenskum krónum. Þessari breyttu stöðu beri að fagna, en bæjaryfirvöld verði að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa sem verði gert að standa undir greiðslum endurfjármögnunarinnar. Kvaðir í væntanlegum samningi, sem lýst hafi verið á fundi bæjarráðs, um að ná skuldahlutfallinu mjög hratt niður á næstu árum séu afar íþyngjandi og vaxtabyrði eykst.

Rósa bendir á að skuldastaða Hafnarfjarðarbæjar sé þung og framlenging láns breyti ekki þeirri staðreynd að bæjarfélagið sé enn í skuldafjötrum. Þetta tiltekna lán, sem nú sé verið að framlengja, og það viðbótarlán sem sé verið að taka, til að fjármagna skammtímaskuldir, sé dapurlegur minnisvarði um slæma fjármálastjórn vinstri manna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Skuldir bæjarfélagsins nemi nú um 40 milljörðum króna eða um 1.600 þúsund krónum á hvern íbúa. Og þeim sé velt hér áfram til hafnfirskra heimila og fyrirtækja.

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í Hafnarfirði.
mbl.is

Innlent »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »

Fann pabba sinn eftir 18 ára leit

10:26 Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að hún hafði verið rangfeðruð, þótt faðernið hefði verið staðfest með blóðrannsókn fyrir dómi á sínum tíma. Hún hóf leit að réttum föður og hefur nú fundið hann eftir 18 ára leit. Þjóðskrá skráir hann þó ekki sem föður hennar jafnvel þótt DNA-próf liggi fyrir. Meira »
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...