Ekki rétt að borga fyrir náttúru

Ferðamenn við Geysi voru undrandi á að rukkað væri inn á svæðið í gær en landeigendur hófu að taka gjald um helgina. Einn ferðamannanna sem voru á ferð þar í gær telur að ekki sé rétt að láta fólk borga fyrir að sjá náttúruna.

Aðgangseyririnn er 600 krónur en ríkið hefur mótmælt gjaldtökunni og reyndi meðal annars að fá lögbann á hana. Málinu hefur verið skotið til dómstóla. Gjaldtakan kom nokkuð flatt upp á þá ferðamenn sem mbl.is ræddi við í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina