Undrast að þurfa að taka upp budduna

Ferðamenn við Geysi
Ferðamenn við Geysi mbl.is/Golli

Erlendir ferðamenn greiddu fyrir að berja Geysi augum í gær en landeigendur hluta Geysissvæðisins hófu að rukka inn á svæðið um helgina.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að skiptar skoðanir eru meðal ferðamanna um hvort gjaldtakan á rétt á sér en flestir voru þeir undrandi á því hve brátt hana hefði borið að. Sumum þeirra hafði verið sagt að aðgangur að svæðinu væri frjáls.

Í gærmorgun þegar þeir komu í rútuna fengu þeir að vita að þeir þyrftu að borga aukalega til að fá að sjá eina af þremur náttúruperlunum sem mynda gullna hringinn.

Ferðamenn við Geysi
Ferðamenn við Geysi mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert