Herjólfsdeilan er enn í hnút

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn.
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn. mbl.is/RAX

„Við fórum yfir þetta lið fyrir lið og þeir eru ekki tilbúnir að koma til móts við okkur í einum einasta þeirra, þrátt fyrir að þeir séu búnir að borga öðrum starfsmönnum sínum sömu laun.“

Þetta segir Jónas Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands, í Morgunblaðinu í dag um árangur af viðræðunum í gær vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi.

Viðræðurnar fóru fram hjá ríkissáttasemjara en viðsemjandinn eru Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Eimskips. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn kemur.

Verkfall háseta og þerna á Herjólfi hófst 5. mars og hefur ferjan aðeins siglt eina ferð á dag virka daga en ferðir um helgar hafa fallið niður. Frá og með deginum í dag falla siglingar niður á föstudögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »