Prófuðu Google-gleraugun í fyrsta sinn

Gestum og gangandi gafst í dag tækifæri á að prófa nýju Google-gleraugun en símafyrirtækið Nova var með kynningu á þeim í verslun sinni í Lágmúla í dag. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í verslunina og er ljóst að margir vildu verða fyrstir til að prófa gleraugun.

Gleraugun er ekki komin í almenna sölu hér á landi en vonast er til að það gerist síðar á árinu.

Í kynningarmyndbandinu hér að neðan má sjá hvernig gleraugun virka.

mbl.is