Snjóflóð féll í Vaðlaheiði

Snjóflóð féll í Vaðlaheiði, gegnt Akureyri, á fimmta tímanum í dag. Flóðið er afar breitt en sérfræðingur á Veðurstofunni telur líklegast að það hafi farið af stað vegna ofankomunnar undanfarna daga.

Í frétt á vefsíðu Vikudags á Akureyri segir jafnframt að annað minna flóð hafi fallið skammt frá. Mikið fannfergi er fyrir norðan og varar Veðurstofan við snjóflóðum.

mbl.is