Íbúð leigð út fyrir á aðra milljón á mánuði

Fjórar íbúðir í þessu húsi á Laugavegi eru leigðar út …
Fjórar íbúðir í þessu húsi á Laugavegi eru leigðar út á vefnum ownersdirect.co.uk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dæmi eru um að íbúðir miðsvæðis í Reykjavík séu leigðar til erlendra ferðamanna fyrir vel á aðra milljón króna á mánuði.

Á vefsíðunni ownersdirect.co.uk er á annan tug íbúða í Reykjavík til útleigu. Íbúðirnar eru misstórar en þar rúmast samanlagt tugir manna, eða jafn margir og á dæmigerðu gistihúsi. Er umræddur vefur aðeins einn margra þar sem íbúðir í Reykjavík eru boðnar ferðamönnum til leigu og er áætlað að slíkar íbúðir skipti nú hundruðum.

Blaðamaður ræddi við eiganda einnar eignar á umræddum vef sem sagðist geta hugsað sér að leigja eign sína út til til frambúðar á sumrin, slíkir væru tekjumöguleikarnir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Séu afborganir af fasteignaláni fyrir vel staðsetta eign t.d. 170 þúsund kr. á mánuði, eða rúmar 2 milljónir kr. á ári, getur sumarleiga ein og sér skapað tekjur ríflega umfram það, jafnvel langt umfram það, sé eftirspurnin mikil.

Mismunandi er hvort íbúðirnar eru til útleigu ótímabundið eða ekki.

Verðlistarnir eru líka mismunandi en almennt er gefið upp vetrar- og sumarverð, og miðast sumarið jafnan við 1. maí til 30. sept.

Fjórar íbúðir eru til leigu á Laugavegi 94, en þar er nýlegt fjölbýlishús á gamla Stjörnubíósreitnum. Yfir sumarið kostar dagurinn 315 evrur í einni íbúðinni en 235 evrur í hinum þremur. Jafngildir það 49,3 þús. krónum annars vegar og 36,8 þús. krónum hins vegar, sé miðað við núverandi gengi.

Vikan á allt að 329 þúsund

Vikuleigan kostar 1.500 og 2.100 evrur, eða 235 og 329 þús. krónur. Yfir veturinn kostar dagurinn 26 þús. til 34,4 þúsund kr. en vikan frá 173 þús. til 224 þúsund kr.

Við Laugaveginn er stök íbúð til útleigu en götunafn og húsnúmer er ekki gefið upp. Þar kostar mánuðurinn yfir sumarið 7.169 evrur eða um 1.122 þúsund kr. Yfir veturinn kostar mánuðurinn 3.499 evrur eða 548 þús. kr. Vikuleigan kostar 258 þús. kr. á sumrin en 141 þús. á veturna. Tekið er fram að hægt sé að gera tilboð í gistinguna. Dagurinn kostar 46,8 þúsund krónur á sumrin en 23 þúsund krónur á veturna.

Ódýrasta dagsleigan fyrir eignir á þessum vef kostar 95 pund yfir sumarið, eða um 17.800 krónur. Sú eign er á Seltjarnarnesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert