Sámur fann Dorrit í fönninni

Dorrit og Sámur
Dorrit og Sámur Mynd/Landsbjörg

Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff tóku þátt í æfingum Björgunarhundasveitarinnar á Hólmavík í gær ásamt hundinum sínum Sámi. Forsetahjónin tóku virkan þátt í æfingum sveitarinnar og var Dorrit grafin í fönn og hundarnir látnir leita að henni. Sámur var ekki lengi að finna matmóður sína og grafa hana upp undir styrkri stjórn Ólafs Ragnars.

Dorrit er verndari Björgunarhundasveitar Landsbjargar og er Ólafur verndari samtakanna í heild. Jónas Guðmundsson, hjá Landsbjörgu, segir forsetahjónin vera mjög áhugasöm og liðtæk í starfinu. „Þau voru þarna stærstan hluta dagsins og tóku virkan þátt í æfingunum.“

Dorrit og Sámur tóku formlega við starfi verndara hundasveitarinnar í kvöldverðarboði sem haldið var þeim til heiðurs. Sámur ber nú stoltur merki Björgunarhundasveitar Íslands og er að sögn verðugur fulltrúi ferfætlinganna.

Nú stendur yfir árlegt vetrarnámskeið hundasveitarinnar þar sem hundarnir eru þjálfaðir og metnir til leitar í snjóflóðum. 23 hundar eru á námskeiðinu en það er um helmingur allra leitarhunda á landinu. Jónas segir Dorrit hafa verið duglega við að gefa hundunum knús á milli stífra æfinga.

Vilja knús og nammimola

Sámur er ekki sérstaklega þjálfaður björgunarhundur, en Jónas segir leitareðli hans hafa komið í ljós þegar Dorrit var grafin í fönn. „Þau eru víst mjög hænd hvort að öðru og hann hefur fundið lyktina af eiganda sínum og reynir þá auðvitað að finna hana.“

Hann segir þetta leitareðli vera það sem geri hunda að björgunarhundum. „Við erum að spila inná þetta eðli en þjálfa þá í að leita að fólki þó þetta sé ekki eigandinn sem þarf að finna. Hundarnir vilja nefnilega bara komast til eiganda síns og fá knús og nammimola og það er það sem við notum.“ Hér má sjá fleiri myndir frá æfingunni.

Fóru víða um Hólmavík

Forsetahjónin fóru einnig víða í dag og heimsóttu Þróunarsetrið á Hólmavík, Sauðfjársetrið á Ströndum, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Orkubús Vestfjarða, útibú Vegagerðarinnar, rækjuvinnsluna Hólmadrang, leikskólann Lækjarbrekku og Grunn- og tónskóla Hólmavíkur.

Nefna má að forsetahjónin hittu aldraða vistmenn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og snæddu hádegisverð með þeim og með starfsmönnum.

Einnig ræddu hjónin við nemendur Grunn- og tónskóla Hólmavíkur um mannlíf og náttúru á Ströndum og kosti þess að alast upp í litlum samfélögum dreifðra byggða.

Dorrit klappar leitarhundi
Dorrit klappar leitarhundi Mynd/Landsbjörg
Ólafur Ragnar er verndari Landsbjargar og tók virkan þátt í ...
Ólafur Ragnar er verndari Landsbjargar og tók virkan þátt í æfingum Björgunarhundasveitarinnar. Mynd/Landsbjörg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

Í gær, 21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

Í gær, 21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

Í gær, 21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

Í gær, 20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

Í gær, 20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

Í gær, 20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

Í gær, 19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

Í gær, 20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

13 fá styrk frá Isavia

Í gær, 19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

Í gær, 19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

Í gær, 19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

Í gær, 18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

Í gær, 18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

Í gær, 17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

Í gær, 18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

Í gær, 17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

Í gær, 17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...