Ræðir samskipti Íslands og ESB

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mun taka þátt í sérstakri umræðu á fundinum um samskipti Íslands og ESB auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB.

Á fundinum verður einnig rætt um þróun efnahagsmála, sjávarútvegsmál, málefni norðurslóða og framtíð sameiginlegu þingmannanefndarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu.

Af hálfu Alþingis taka eftirfarandi þingmenn þátt í fundinum: Guðlaugur Þór Þórðarson formaður, Árni Páll Árnason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Willum Þór Þórsson.

Fundurinn hefst kl. 13:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert