Tímakistan og Stína stórasæng tilnefndar

Andri Snær Magnason og Lani Yamamoto í Norræna húsinu í ...
Andri Snær Magnason og Lani Yamamoto í Norræna húsinu í dag.

Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason og Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto eru tilefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilnefningar voru opinberaðar á bókamessunni í Bologna í dag. Athöfn var af þessu tilefni í Norræna húsinu þar sem Andri Snær og Lani tóku við viðurkenningu.

Hér má sjá allar tilnefningar til verðlaunanna. Þrettán verk voru tilnefnd.

Íslenska dómnefndin hefur ákveðið að tilnefna þessar bækur og hér að neðan er rökstuðningur hennar:

1. Andri Snær Magnason, Tímakistan, Mál og menning 2013.

Tímakistan fjallar um kunnuglega en þó framandi framtíð þegar mannkynið bíður betri tíma í svörtum kössum sem eru þeirrar náttúru að á meðan fólk er ofan í þeim stendur tíminn í stað. En ástand heimsins fer hríðversnandi á meðan, uns nokkur börn fara af stað og heyra hjá gamalli konu ævintýri um konung sem vildi sigrast á tímanum og eignaðist fyrstu tímakistuna til að vernda dóttur sína fyrir tímanum. Allt fer á versta veg hjá þessum konungi og eins þegar fólkið í samtíma sögunnar ákveður að fela sig í svörtum kassa og bíða þess að aðrir bjargi heiminum.

Í Tímakistunni fléttast saman nútíð, framtíð og fortíð að ógleymdum ævintýraheimi sem allir kannast við en enginn hefur búið í. Það er í þessari mögnuðu fléttu staðreynda, sannleika, galdra og furðu sem Andri Snær Magnason spyr áleitinna spurninga um lifnaðarhætti og gildi hins vestræna nútímasamfélags og ábyrgð hvers einstaklings á ástandi heimsins. Í sögunni er glímt við tímahugtakið og snúið upp á gömul ævintýraminni af ástríðufullri hugmyndaauðgi. Andri Snær er einhver atkvæðamesti rithöfundur Íslendinga seinustu ár, hvass samfélagsrýnir sem iðulega fléttar saman skýrum boðskap og húmor. Hann hefur oft sagt ráðamönnum og stórfyrirtækjum til syndanna í verkum sínum og er Tímakistan þar engin undantekning.

2. Lani Yamamoto, Stína stórasæng, Crymogea 2013.

Stína Stórasæng, fyrsta barnabók Lani Yamamoto á íslensku, er undurfallegt og vandað bókverk. Bókin heitir eftir aðalsöguhetjunni, stelpunni sem er alltaf svo kalt og svo hrædd við kuldann að hún eyðir öllum sínum tíma, orku og ímyndunarafli til að halda kuldanum úti og koma í veg fyrir að hún þurfi að fara út í kuldann. Heita og notalega heimilið verður að sjálfskipuðu fangelsi og það verður alltaf erfiðara og erfiðara fyrir Stínu að fara undan sænginni, fara fram úr rúminu. Einmanaleikinn og þráin eftir félagsskap verða óttanum loks yfirsterkari og Stína hættir sér út. Í stað þess að súpa á heitu kakói heldur hún nú á sér hita með því að hlæja og leika við vini sína. Stína lærir allnokkrar lexíur í bókinni, þar á meðal að hlutirnir eru ekki alltaf jafn slæmir og hún heldur – stundum eru þeir meira að segja miklu betri.

Texti bókarinnar er blátt áfram og einfaldur en myndirnar uppfullar af smáatriðum – það er alltaf eitthvað nýtt að sjá, nýjar víddir að rannsaka við hvern lestur – og þannig bæta myndirnar sífellt við söguna. Sérstaklega eru vinnuteikningar Stínu skemmtilegar en þær sýna hin ýmsu tæki og tól sem hún ætlar sér að smíða til að halda á sér hita eða koma í veg fyrir að kuldinn komist inn. Stína stórasæng er saga sem mögulegt væri að segja með orðunum einum og sömuleiðis eingöngu með myndum en væri önnur þessara leiða valin myndi bókin glata öllum sínum töfrum því texti og myndir segja söguna í sameiningu og mynda heillandi heild.

Ármann Jakobsson, Helga Birgisdóttir, Gísli Skúlason.

mbl.is

Innlent »

Varað við erfiðum skilyrðum

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursskilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...