ESB stillti Færeyjum upp við vegg

Sigurður Ingi og Jacob Vestergaard í Þórshöfn í morgun.
Sigurður Ingi og Jacob Vestergaard í Þórshöfn í morgun. Ljósmynd/Helga Sigurrós Valgeirsdóttir

„Þótt þungt hafi verið yfir þessum samskiptum lítum við svo á að aðdragandi þriggja ríkja makrílsamkomulagsins hafi verið einstakt tilfelli og muni ekki gerast aftur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fund sinn með Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í morgun.

Ráðherrarnir funduðu í Þórshöfn síðdegis í gær og í morgun og var megin-fundarefnið árlegur fiskveiðisamningur Íslands og Færeyja. Á fundinum var þátttaka Færeyinga í aðdraganda þríhliða samkomulags ESB, Noregs og Færeyja um skiptingu makrílaflans rædd. Ísland var ekki aðili að viðræðum sem leiddu til þríhliða samkomulags og hefur það valdið spennu í samskiptum milli Íslands og Færeyja.

„Það var auðvitað nokkuð þungt yfir fundinum þegar við fórum yfir síðustu lotu makrílsamninganna. Að menn væru að gera þetta bak við luktar dyr og forðast að upplýsa okkur. Ég fór yfir það og lagði áherslu á ónánægju okkar með þá framkomu.

Við höfðum skilning á svörum þeirra. Sjávarútvegur er mikilvægur á Íslandi en hann er auðvitað ennþá mikilvægari hér í Færeyjum. Staða Færeyinga var mjög þröng vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins og tvíhliða samninga við ESB annars vegar og Noreg hins vegar sem ekki höfðu verið endurnýjaðir. Þær gerðu það að verkum að þeir gátu hvorki selt vörur til ESB né veitt eins og áður í lögsögum ESB og Noregs,“ segir Sigurður Ingi og vísar til viðskiptaþvinganna ESB á hendur Færeyingum vegna veiða á síld og makríl.

Áttu enga aðra útgönguleið

„Færeyingarnir upplifðu sig upp við vegg og að þeir hafi ekki átt neina útgönguleið aðra en að gera það sem í þeirra mögulega valdi stóð, að komast út úr þessari klemmu sem þvinganirnar valda. Við höfum vissan skilning á þeirri stöðu en hefðum hins vegar talið fullkomulega eðlilegt að við værum upplýst um það ferli sem þá fór af stað. Við komum þeim sjónarmiðum okkar mjög skýrt á framfæri.

Við lögðum áherslu á að það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að auka samstarfið við vestnorræn lönd. Við munum gera það. Við lögðum mikla áherslu á að Færeyingar taki virkari þátt í alþjóðlegu samstarfi með okkur. Þetta eru sameiginlegir hagsmunir allra vestnorrænu ríkjanna. Þá reyndar Norðmanna líka, að verja hagsmuni okkar á Norður-Atlantshafi,“ sagði Sigurður Ingi í símaviðtali frá Þórshöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sjöunda mislingatilfellið staðfest

13:50 Nýtt tilfelli mislinga greindist í gær og er það sjöunda tilfellið á nokkrum vikum sem greinist frá því að mislingafaraldurinn hófst hér á landi í febrúar. Meira »

Katrín „gúgglaði“ hamingjuna

13:45 Í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum, sem er í dag, ákvað Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að „gúggla“ hamingjuna. Afrakstur „gúgglsins“ kynnti hún þegar hún setti málþing sem embætti landlæknis stendur fyrir í dag undir yfirskriftinni: Hamingja, heilsa og vellíðan - samfélagsleg ábyrgð? Meira »

„Óþolandi og ólíðandi“

13:41 Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir stöðuna sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar dómara í Landsrétti vera bæði óþolandi og ólíðandi. Meira »

Styrkur til strandblaks á Húsavík

13:06 Úthlutað hefur verið hálfri milljón króna til íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík vegna fyrstu alvörustrandblakvallanna þar í bæ. Meira »

Mikið svigrúm til að bregðast við

12:55 Mestu skiptir í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í síðustu viku að Landsréttur fái að starfa áfram af fullum þunga. Þetta sagði Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Meira »

Pakkið mun sigrað

12:50 „Matthildur er þrekvirki af því taginu sem Borgarleikhúsið er komið með einstakt lag á að gera vel. Það er heitt hjarta í sýningunni sem hverfur ekki í hávaðanum, orðaflaumnum, tæknibrellunum og endalausri hugkvæminni og örlætinu við smáatriðanostrið,“ segir í leikdómi um söngleikinn Matthildi. Meira »

Morgunflóð í Reykjavík verði 4,4 metrar

12:46 Landhelgisgæslan vekur athygli á sérlega hárri sjávarstöðu næstu daga, en stórstreymt er á föstudaginn. Veðurspá gerir ráð fyrir hvössum suðvestan- og vestanáttum og mikilli ölduhæð vestur af landinu fram á fimmtudag. Meira »

SGS svarar Aðalsteini

12:42 Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands segir Framsýn stéttarfélag hafa borið SGS þungum sökum í kjölfar ákvörðunar um að afturkalla samningsumboð sitt frá SGS. Hafnar samningsnefndin þessum ásökunum og segir miður að vera borin þungum sökum af félögum sínum. Meira »

Segir reynt að afstýra áhrifum verkfalls

12:26 Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að félagið hafi í gær sent bréf til allra hópbifreiðafyrirtækja þar sem fjölmargar tilkynningar hafi borist frá félagsmönnum um „ýmiskonar tilraunir“ sem verið sé að gera til þess að „afstýra áhrifum verkfallsins“ sem hefst á föstudag. Meira »

Mótmæla virkjun í Tungudal

12:26 Rafræn undirskriftasöfnun hefur staðið yfir á netinu meðal Fljótamanna til að mótmæla áformum Orkusölunnar, dótturfélags RARIK, um Tungudalsvirkjun í Fljótum. Til stendur að ljúka söfnuninni á miðnætti í kvöld og afhenda undirskriftirnar í næstu viku. Meira »

Málþing vegna dóms MDE í beinni

12:01 Lagastofnun Háskóla Íslands efnir til málþings í hádeginu í dag í tilefni af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki samræmst kröfum sjöttu greinar Mannréttindasáttmála Evrópu um að skipan dómstóls skuli ákveðin með lögum. Streymt verður beint frá málþinginu. Meira »

Pókerspilarar hafi varann á

11:59 Pókerspilarar um heim allan eru beðnir um að vera á varðbergi í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar frá því 9. febrúar. Jón var staddur í Dublin á Írlandi og ætlaði að taka þátt í pókermóti í borginni þessa helgi. Meira »

Hvessir hressilega síðdegis

11:38 Um norðvestanvert landið versnar veður umtalsvert síðdegis þegar vindröst með suðvestanstormi gengur á land. Spáð er 20-25 m/s á fjallvegum Vestfjarða og á Þverárfjalli, en 17-20 á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Meira »

„Það var ekki langt í land“

11:24 „Ég taldi mig vera kominn með góðan grunn til þess að klára kjarasamning,“ segir Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV), í samtali við mbl.is en hann sagði af sér sem formaður í morgun. Meira »

Finnar hamingjusamastir þjóða

11:16 Finnar, Danir, Norðmenn og Íslendingar eru hamingjusamastir í heimi, samkvæmt nýrri skýrslu, sem birt var í dag í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum. Meira »

Ofbeldisbrot ekki færri síðan í júní 2017

11:14 Hegningarlagabrotum fækkaði töluvert í febrúar miðað við meðalfjölda síðastliðna sex og 12 mánuði á undan, en alls voru 536 hegningarlagabrot skráð hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fundurinn bókaður „árangurslaus“

10:52 Fundi Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem hófst klukkan hálftíu í morgun, lauk núna á ellefta tímanum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við mbl.is að fundurinn hafi verið bókaður árangurslaus. Meira »

Frumvarp um neyslurými lagt fram

10:18 Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem kveður á um lagaheimild til að stofna og reka neyslurými hefur verið lagt fram á Alþingi. Meira »

„Ágreiningur um leiðir að sama markmiði“

10:18 „Þetta kom á óvart. Ég hefði viljað sjá hann starfa með okkur áfram en virði hans ákvörðun engu að síður og óska honum velfarnaðar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun Guðbrands Einarssonar, formanns Landssambands íslenskra verzlunarmanna, að segja af sér. Meira »