Framsalsferlið sjálft ekki hafið

mbl.is/Júlíus

„Við erum að vinna að því að gera verksamning við lögfræðing fyrir stúlkurnar. Formlega ferlið sjálft er ekki hafið,“ segir Þórir Gunnarsson, ræðismaður Íslands í Tékklandi um stöðu íslensku stúlknanna tveggja sem afplána fangelsisdóma í Tékklandi.

Unnið er að því að fá stúlkurnar framseldar hingað til Íslands svo þær fái að afplána dómana á Íslandi en slíkt ferli hefst á því að stúlkurnar sjálfar óska eftir því. 

Þórir segir að innanríkisráðuneytið sé vel upplýst um stöðu mála og sé undirbúið undir að fá málið inn á sitt borð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert